þriðjudagur, mars 20, 2007
Atvinnutilboð!
Starfstitill: Foreldri, mamma, pabbi, faðir, móðir.
STARFSLÝSING: Langtíma starf, krefst mikils liðsanda vegna ögrandi frambúðarstarfs í oft afar kaotísku umhverfi. Aðili verður að hafa yfir að ráða framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni og vera tilbúinn að vinna afar sveigjanlegan vinnutíma, sem innifelur kvöld og helgar og vakt 24 tíma sólarhrings. Mun einnig fela í sér ferðalög næturlangt, t.d. í útilegur við frumstæð skilyrði yfir vætusamar helgar og endalausar íþróttaferðir til fjarlægra bæja. Ferðakostnaður er ekki endurgreiddur. Aðili verður líka að vera tilbúinn í sendlastarf.
ÁBYRGÐARSVIÐ: Það sem eftir er ævinnar. Aðili verður að vera tilbúinn til að vera hataður, a.m.k. tímabundið, þar til einhver þarf á smá vasapeningi að halda. Verður að vera tilbúinn til að bíta í tunguna á sér, oft. Verður einnig að hafa úthald á við burðardýr og geta slegið hraðamet blettatígurs þegar óhljóðin úr garðinum virðast, aldrei þessu vant, ekki vera „úlfur úlfur“. Aðili verður að vera tilbúinn að kljást við tæknilegar áskoranir, t.d. við viðgerð ýmissa smáhluta, vinna bug á þrjóskum rennilásum eða stíflulosa klósett vegna óþekktra hluta sem hafa einhverra hluta vegna lent þar ofan í. Víðtæk símavarsla er á ábyrgð aðilinas ásamt stórtækum skipulagsaðgerðum vegna samkundna og skólaverkefna. Verður að vera tilbúinn til að vera ómissandi eina mínútuna, en algjör hneisa þá næstu. Verður að geta tekist á við gæðaprófun og samsetningu mörg þúsunda ódýrra plastleikfanga og rafhlöðuknúna leiktækja. Verður að sjá um alls konar ræstitækni og húsvarðahlutverks sem inn í starfssviðið fellur. Verður alltaf að geta vonast eftir því besta en geta gert ráð fyrir því versta. Verður að axla algjörlega alla ábyrgð á endanlegri útkomu afurðarinnar sem um ræðir.
MÖGULEIKAR Á STÖÐUHÆKKUN/LAUNAHÆKKUN: Nánast engir. Starfið er á svipuðum nótum svo árum skiptir og þýðir lítið að reyna að koma fram með mótbárur. Á þessum tíma verður aðili að vera stanslaust tilbúinn til endurmenntunar og endurhæfingar, til þess eins að afurðin taki einn daginn fram úr viðkomandi.
FYRRI STARFSREYNSLA: Engin, því miður. Þetta er lærir-þegar-á-staðinn-er-komið vinnuumhverfi, sem tekur aldrei enda.
LAUN OG BÆTUR: Spáðu í þessu... Þú borgar afurðinni. Býður oft alls konar laun og launahækkanir. Í lokin risastór greiðsla þegar kemur að því að mennta afurðina (svo afurðin geti átt áhyggjulaust líf og verði loks fjárhagslega sjálfstæð eining). Þegar þú svo deyrð, þá gefurðu afurðinni allt sem þú átt eftir. Það furðulegast við þetta allt saman er við þetta rangsælis-launafyrirkomulag, að þá nýturðu þess út í ystu æsar og óskar þess að þú gætir hafa gefið meira.
FRÍÐINDI: Þó að þessu starfi fylgi engin heilbrigðistrygging, enginn lífeyrir, engin endurgreiðsla á skólagjöldum, engin launuð frí né hlutabréfaeign, þá fylgir þessu starfi ótæmandi möguleikar á persónulegum þroska og ókeypis faðmlagi það sem eftir lifir ævinnar… ef þú heldur rétt á spilunum þ.e.a.s.
Fékk þetta sent í tölvupósti og fannst sniðug og fyndin lýsing á hlutverki okkar foreldra.
En ekki misskilja mig - ég er sko ekki að kvarta. Bara aðeins að kvabba. Eða tuða. Eða bara skrifa.
STARFSLÝSING: Langtíma starf, krefst mikils liðsanda vegna ögrandi frambúðarstarfs í oft afar kaotísku umhverfi. Aðili verður að hafa yfir að ráða framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni og vera tilbúinn að vinna afar sveigjanlegan vinnutíma, sem innifelur kvöld og helgar og vakt 24 tíma sólarhrings. Mun einnig fela í sér ferðalög næturlangt, t.d. í útilegur við frumstæð skilyrði yfir vætusamar helgar og endalausar íþróttaferðir til fjarlægra bæja. Ferðakostnaður er ekki endurgreiddur. Aðili verður líka að vera tilbúinn í sendlastarf.
ÁBYRGÐARSVIÐ: Það sem eftir er ævinnar. Aðili verður að vera tilbúinn til að vera hataður, a.m.k. tímabundið, þar til einhver þarf á smá vasapeningi að halda. Verður að vera tilbúinn til að bíta í tunguna á sér, oft. Verður einnig að hafa úthald á við burðardýr og geta slegið hraðamet blettatígurs þegar óhljóðin úr garðinum virðast, aldrei þessu vant, ekki vera „úlfur úlfur“. Aðili verður að vera tilbúinn að kljást við tæknilegar áskoranir, t.d. við viðgerð ýmissa smáhluta, vinna bug á þrjóskum rennilásum eða stíflulosa klósett vegna óþekktra hluta sem hafa einhverra hluta vegna lent þar ofan í. Víðtæk símavarsla er á ábyrgð aðilinas ásamt stórtækum skipulagsaðgerðum vegna samkundna og skólaverkefna. Verður að vera tilbúinn til að vera ómissandi eina mínútuna, en algjör hneisa þá næstu. Verður að geta tekist á við gæðaprófun og samsetningu mörg þúsunda ódýrra plastleikfanga og rafhlöðuknúna leiktækja. Verður að sjá um alls konar ræstitækni og húsvarðahlutverks sem inn í starfssviðið fellur. Verður alltaf að geta vonast eftir því besta en geta gert ráð fyrir því versta. Verður að axla algjörlega alla ábyrgð á endanlegri útkomu afurðarinnar sem um ræðir.
MÖGULEIKAR Á STÖÐUHÆKKUN/LAUNAHÆKKUN: Nánast engir. Starfið er á svipuðum nótum svo árum skiptir og þýðir lítið að reyna að koma fram með mótbárur. Á þessum tíma verður aðili að vera stanslaust tilbúinn til endurmenntunar og endurhæfingar, til þess eins að afurðin taki einn daginn fram úr viðkomandi.
FYRRI STARFSREYNSLA: Engin, því miður. Þetta er lærir-þegar-á-staðinn-er-komið vinnuumhverfi, sem tekur aldrei enda.
LAUN OG BÆTUR: Spáðu í þessu... Þú borgar afurðinni. Býður oft alls konar laun og launahækkanir. Í lokin risastór greiðsla þegar kemur að því að mennta afurðina (svo afurðin geti átt áhyggjulaust líf og verði loks fjárhagslega sjálfstæð eining). Þegar þú svo deyrð, þá gefurðu afurðinni allt sem þú átt eftir. Það furðulegast við þetta allt saman er við þetta rangsælis-launafyrirkomulag, að þá nýturðu þess út í ystu æsar og óskar þess að þú gætir hafa gefið meira.
FRÍÐINDI: Þó að þessu starfi fylgi engin heilbrigðistrygging, enginn lífeyrir, engin endurgreiðsla á skólagjöldum, engin launuð frí né hlutabréfaeign, þá fylgir þessu starfi ótæmandi möguleikar á persónulegum þroska og ókeypis faðmlagi það sem eftir lifir ævinnar… ef þú heldur rétt á spilunum þ.e.a.s.
Fékk þetta sent í tölvupósti og fannst sniðug og fyndin lýsing á hlutverki okkar foreldra.
En ekki misskilja mig - ég er sko ekki að kvarta. Bara aðeins að kvabba. Eða tuða. Eða bara skrifa.
Comments:
Skrifa ummæli