<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

E+A - like this! 

Ég og Andrea Gylfa vorum alveg að rokka í síðustu viku þegar ég fór í minn fyrsta söngtíma til hennar. Hún kenndi mér öll blús og jazz söngtrixin sín og mér leið eins og sannri söngstjörnu. Í klukkutíma. Fyrir tímann þurfti ég sjálf að finna nótur af lögum sem ég vildi syngja, fyrir píanóleikarann, og var það alveg ný upplifun fyrir mig að koma inn í tónlistarverslun til að kaupa nótur. Þarna voru rokkarar með sítt svart litað hár með rót niðrá axlir að prófa rafmagnsgítara og aflitaðir popparar að hrista hristurnar sínar. Groovin´it. Allir voða tónlistarlega flottir og klárir og ég fékk snert af öfund. Af hverju fékk ég ekki að læra á gamla orgelið sem við áttum í den? Demit. Alla vega, röddin verður þá bara að vera mitt eina hljóðfæri. Ég ætlaði að læra sjálf á gítar í fæðingarorlofinu en komst einhverra hluta vegna (kannski barnsins vegna?!) ekki í það. Tek námskeið í það einn daginn.

Í tónlistarbúðinni byrjaði ég á því að fletta í bókum og möppum í von um að finna einhver girnileg lög en komst fljótlega að því að ég þekkti nú alls ekki mikið af blús og jazzlögum. Og hvað þá að ég fyndi réttar nótur. Kínverska er mér jafn skiljanleg og nótur. En tónlistarsnillingurinn í búðinni tók mig upp á arma sína. Hann fékk smá söngprufu hjá mér og vissi þá upp á hár í hvaða tóntegund ég þyrfti nóturnar af Summertime.
Ég: Ha, E- moll, D-dúr, fís... Ssíííís ?!

Fyrir tímann á morgun fékk ég heimaverkefni um að æfa víbratóið og að impróvisera með lagið, syngja út fyrir laglínuna ásamt því að setja blústilfinninguna í lagið. Ég er sígaulandi og finnst ég strax orðin mun betri en fyrir tímann. Vera er hins vegar strax byrjuð að sussa á mig og það eru 9 vikur eftir....

Ó sumartími....

Kv,
Erla Gylfa

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker