<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 12, 2006

Tækninördinn ég 

Eða þannig.
Ég var að koma af vettvangi í vinnunni. Þvílík rannsóknarvinna í gangi og spennandi.
Samt skildi ekki næstum því ekki neitt, enda það ekki beint markmiðið.

Hér er dæmi af sölufundi á Blade (nú, hva, vitið þið ekki hvað Blade er eða?!) sem ég sat áðan, en við komum hér einhvers staðar inni í miðja söluræðu:

"...þeir eru með svona loftgöt á hliðunum, það er 15% betra loftflæði í gegnum sexköntuð göt í stað kringlóttra gata. Algjörlega redundant mál. Sumar lausnir sem maður hefur skoðað í gegnum árin hafa verið með 6-100 viftur þarna aftan á, þær bila og taka rafmagn, en hér er hægt að keyra þetta í 3 ár, þetta er svo reduntat.

Svo eru 4 hólf fyrir power. Er með midplanin tvö sem er inni í blade centerinu og ég set power supplæið hér og hér og þetta er power domain eitt og þetta tvö. Þeir skiptast þannig að power domainið hér sér um blað 1-14, þau eru 8 kílóvatt í heildina. Þið vitið kannski hvernig intel snappaði á tímabili í power consumpsjon... þannig að á þessum tímapuntki þá fór powerið upp úr þakinu. Geitið sem kveikir on off transistorarnir eru orðnir 9 adóma þykkt og það lekur í gegn og þess vegna er allt þetta dual dót komið.

Generation 4, framtíðin á intel fór úr xx og performaði verr heldur en single xxx örgjörvinn, sem er algjört grín hehe... svo kom aðeins hærri dual core hérna en samt ekki skárra og þessi er bestur, er með shared cards, þeir eru að shippa þessu núna. Tveir kjarnar með sama chippi en sér kassi..."


Viðskiptavinirnir fylgdust með fullir af áhuga og virtust skilja lingóið.

Já, velkomin í nýja tækniheiminn minn!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker