<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 15, 2006

Þriggja ára 

Ég vil byrja á því að þakka velunnurum síðunnar fyrir ötulan lestur og skemmtileg komment svona rétt áður en ég óska síðunni til hamingju með þriggja ára afmælið. Takk, takk. Ef ég gat blaðrað allt þetta á þremur árum þá hlýt ég að ná alla vega þremur til viðbótar. Þetta er blogg nr. 1081. Hversu merkilegt eða skemmtilegt blaðrið verður skal ég þó ekki fjölyrða mikið um.

Glöggir lesendur fatta vonandi að margt sem hér á þessari síðu fer fram er ýktur raunveruleiki og Erla perla að leika sér á lyklaborðinu frekar en segja heilagan sannleikann from the bottom of the heart. Til dæmis fannst mér gærkvöldið í raun yndislegt svona í bland við alls konar öðruvísi kósí tilfinningar sem poppa upp þegar maður er einn heima á laugardagskvöldi, ég ein með sjálfri mér og í rólegheitunum. Ok, oft er ég er náttúrulega alveg aaaalgjör og allt það og ég lýg engu til, no no, en smá krydd í tilveruna og poppöpp á sannleikann er alveg leyfilegur hér. Hvernig sem þetta hljómar þá er ég samt sæmilega hreinskilin en kannski fyrst og fremst að létta sjálfri mér lundina með skrifunum og kannski segja og ræða um hluti sem maður gerir ekki alla jafna í venjubundnum samtölum við samferðafólk sitt. Ég er líka feimin inn við beinið í ákveðnum aðstæðum sko!

Ég er ekki frá því að þessi Kæra dagbók sé á við nokkra sálfræðitíma í mánuði og að ég tali eitthvað minna fyrir vikið, blörra þessu bara út hér á síðum netsins. Verið fegin hehe!

Kæru vinir
ég elska ykkur (hef ég til dæmis sagt þetta þannig að þið "heyrið" það frá mér??? En þetta er samt það sem mig langar að segja og er alveg dagsatt :) )

Kv,
Erla perla þriggja ára.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker