miðvikudagur, október 11, 2006
Miðvikudagskvöldin mín
Ég er búin að komast að því að kóræfingar eru mitt jóga. Ég hef aldrei farið í jóga og mun ábyggilega aldrei gera af því ég myndi alltaf frekar velja brjálæðislegan svitinn í ræktinni. En veit að það snýst eitthvað um að láta sér líða vel. Um að styrkja og endurnæra á rólegan og andlegan hátt. Að líkaminn sé musteri sálarinnar og þá hlýtur það að eiga við um röddina líka. Rödd lífsins. Rödd eilífðarinnar. Röddina mína. Kóræfingar gefa mér heilmikið. Taka úr mér spennuna, róa mig og rugga, næra mig og hugga. Úff hvað maður er ljóðrænn eftir svona kóræfingar! Samt snúast verkin öll núna um ave mariur og gloriur og in exelsis deo. Gleðileg jól.
Eftir kóræfingu kem ég svo heim og horfi á allar flottu beibsin í Americas next top model, thank god fyrir SkjáEinn plús, og svo L Word sem er náttlega bara sexí þáttur, and don´t get me wrong...
Og eftir kvöldið hef ég bæði öðlast innri ró og styrk auk þess sem ég hef dósað upp sexappílið í hæfilegu magni til að takast á við restina af vikunni ;)
Eftir kóræfingu kem ég svo heim og horfi á allar flottu beibsin í Americas next top model, thank god fyrir SkjáEinn plús, og svo L Word sem er náttlega bara sexí þáttur, and don´t get me wrong...
Og eftir kvöldið hef ég bæði öðlast innri ró og styrk auk þess sem ég hef dósað upp sexappílið í hæfilegu magni til að takast á við restina af vikunni ;)
Comments:
Skrifa ummæli