<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 03, 2006

Mannfræðistelpan ég 

Ég fékk svona back to school tilfinningu í dag, enda var mannfræðipían ég uppi í HÍ að ræða málin með glænýjum mannfræðinemum. Skólafélagi sem kennir eitt fag fékk mig til að segja þeim hvernig mannfræðin hefur nýst mér í starfi. Ég gerði það að sjálfsögðu með glæsibrag og gæti svo haldið aðra góða ræðu um hvernig mannfræðin hefur átt þátt í að ala mig upp og hvaða áhrif mannfræðin hafði á mig sem persónu. Hvar væri ég eiginlega án mannfræðinnar minnar? Ábyggilega í ræsinu. Tja, eða að græða peninga sem svakalögfræðingur úti í bæ.

En ég trúi því nú samt að þeir sem útskrifast með gráðu í mannfræði hafi pálmann í hendi sér atvinnulega séð – bara ef þeir vilja. Vissulega göngum við ekki sjálfkrafa inn í eitthvað eitt starf eins og kannski læknar eða lögfræðingar eða málarar en það er okkar að selja okkur í starfið og segja hvað við höfum lært og hvað við erum frábær.

Þótt við séum ekki að nota kúrsa beint eins og Þróunarlönd eða Líkami og samfélag, hvað þá Sjónræna mannfræði eða Kenningar í mannfræði þá er þetta allt mikilvægt input í heildarmyndina sem snýst um mannleg gildi, félagslegar pælingar mannsins frá öllum hliðum. Það er hægt að staðfæra allt sem við lærum í raunveruleikann sem við lifum í.

Flestir þarna úti vita ekkert um mannfræðina. Þótt hún einblíni mikið á fólk í útlöndum, í öðruvísi heimi þá lærum við að í grunninn eru það sömu mannlegu gildin alls staðar. Að þeir og við erum það sama. Að þar og hér skiptir ekki öllu máli.

Mannfræðin kemur víða við, kennir og boðar góð mannleg gildi, öðruvísi sýn og hlið á málum, greina niðurstöður og mál, skrifa texta, eigindlega tækni sem er í raun mannleg tækni á samskiptum um leið og það er í vinnu – atvinnumarkaðurinn er augljóslega mannfræðinganna!

Grey nemarnir hljóta að hafa verði ánægð með valið sitt eftir að hafa hlustað á mig. En ég man nú skýrt eftir því að á þessum tímapunkti í náminu þegar ég var nýbyrjuð og gat ómögulega útskýrt mannfræðinámið fyrir forvitnum ættingjum sem voru að spyrja út í hana, að maður var nú ekki alveg viss hvort valið hafði verið rétt... en ég sé alls ekki eftir þessu námi. Hygg þó að framhaldsnámið verði vafalaust eitthvað eilítið praktískara...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker