<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 15, 2006

Ég og Nýherjarnir 

Þó svo að ég hafi verið einmanna húsmóðir undir teppi í gærkvöldi þá var ég það alls ekki á föstudagskvöldið. Ég fór í fyrsta partýið með markaðsdeildarfólkinu mínu sem var þessi þvílíkt listalega matreiddi matur a la markaðsstýran yndislega. Makarnir fylgdu með og þetta rann eins og vel smurð vél. Eins og allir hefðu hist áður. Alla vega var allt í einu komin keppni í því að segja vandræðalegar sögur af sjálfum sér (sem mér finnst aaalls ekkert leiðinlegt, á þó nokkrar til...!) og allir grenjandi úr hlátri. Fyrr en varði var svo búið að taka upp gítarinn og útilegu stemmning komin í hópinn í miðjum Fossvoginum. Ég man að ég tók alla vega Tvær úr tungunum en ekki spyrja mig út í það lagaval. Ég komst að því að fólkið og makarnir vissu margt um mig og mína þar sem þeir vissu af þessari síðu...frændi eins þekkti konu mágs vinar frænku minnar...þið vitið hvernig litla Ísland er. Ég fékk smá sting í magann og vona að þeir kynnist svo bara minni innri konu einnig með tímanum til að skilja samhengið (Les = ég er ekki svona kex...!).

Svo þessi helgi var þvert á móti djammlaus. Erum nú á leið á annað djamm, 2 ára afmæli og skírn hjá sama fólkinu. Dugnaðurinn þar jesús minn. Það verður held ég frekar að ég fermi um leið og ég skíri næst...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker