<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 07, 2006

Ástralíubúarnir okkar 

Þórhildur vinkona kom í heimsókn alla leið frá Ástralíu í fyrradag. Hún kom með hálfs árs gamlan frumburðinn með sér, hann Arinze Tómas krútt með meiru. Við smelltum nokkrum myndum af sætu börnunum okkar saman þar sem það er ekki líklegt að þau hittist aftur í bráð. Ástralía er svo langt í burtu og maður skreppur víst ekki svo einfaldlega heim til Íslands þaðan.

Vera er búinn að tala mikið um Arinze Tómas síðan hann var í heimsókn. Þegar hún kom heim af leikskólanum í dag var hún mikið að ræða heimsóknina og sagði m.a.: "Mamma, einu sinni Tómas. Tómas krulla hár. Tómas kann ekki labba. Tómas litla baddnið. Tómas kann ekki tala, neeeeiiii. Tómas súpa brjóstið mömmu sín. Vera alveg hissa!"


Arinze Tómas og Vera uppstillt fyrir myndatöku

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker