<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 20, 2006

Þolinmóða og alveg ágæta kórstelpan ég 

Fyrir þá sem ennþá efast þá er það hér með staðfest að ég er víst þolinmóð manneskja. Jú, víst hef ég nokkrum sinnum rokið út úr leiðinlegum tímum hvort sem er í skóla eða danskennslu, en á miðvikudagskvöldum sit ég þolinmóð og þæg á kóræfingu í 2 klukkutíma. Og nýt þess. Bíðandi eftir að bassinn tóni rétt, altinn nái nótunum og tenórinn takti. Þá bíður sópraninn ég sallaróleg og hlustar á misflottar tónæfingarnar. Bíður eftir að það komi að sér. Svo þarf að æfa sópraninn alveg eins vel og allt hitt og það tekur líka tíma. Það tekur allt voðalega mikinn tíma á kóræfingum. En ég get svo sagt ykkur það að þegar allt smellur saman....aaahhhh... þá fær maður alvöru gæsahúð og lítið fullnægingarkítl í magann. Af gleði yfir því hversu vel tókst til, hvað þetta hljómar undursamlega, yfir því hvað ég er í æðislega flottum kór. Ég segi það satt að við erum ekkert smá góð og það eru forréttindi fyrir mig að fá að syngja með þeim. Kann enga tónfræði, hef aldrei lært á hljóðfæri og veit ekki hvað fís er frekar en sís. En ég hef fullt af áhuga, er með heila og eyru og nokkuð tónviss þegar ég sit með góðum söngvara við hlið mér svo þetta gengur mjög vel.

Ég komst að því í kvöld að ég kom raddlega séð alveg sæmilega undan sumarfríinu enda búin að syngja óendanlega mikið með Veru meðal annars um Siggu litlu systur og dansandi dúkkuna mína sem Vera kann reyndar orðið að syngja alveg sjálf. Kannski upprennandi þolinmóð kórstelpa þar á ferð :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker