<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 28, 2006

Ó hýri Hafnarfjörður 

Ég ætlaði að mæta snemma í vinnuna í dag. Stakk af áður en músin vaknaði (sem er soldið sárt) og ætlaði að bruna í vinnuna. Bruna já. En nei, nei það er ekki sjéns. Ég rétt silaðist áfram í umferðinni og það tók mig 20 mínútur að komast bara úr Hafnarfirði og yfir í Garðabæ. Sem þýðir að ég var jafn lengi á leiðinni að leggja af stað klukkan 8 og ef ég myndi leggja af stað kl. 8:30 - í báðum tilvikum er ég komin kl. 8:40 (og mér tekst ómögulega að vera tilbúin til brottfarar fyrr!). Eins og það er næs að vera Hafnfirðingur þá verð ég að segja að þetta er stór ókostur. Hvað ef maður þyrfti skyndilega að fæða barn klukkan 8 á morgnanna eða fengi hjartsláttartruflanir og þyrfti að fara í skyndi á spítalann? Ekki hægt. Nema skreppa til Keflavíkur kannski. Eða fæða í bílnum og fá hjartaáfall.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker