<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 11, 2006

HjallaVeran mín 

Leikskólastýrurnar á Hjalla setja reglulega inn myndir af börnunum á Hjalla á lokað svæði á heimasíðu leikskólans og hér má sjá nokkrar myndir af Veru að njóta sín í leikskólanum. Henni líður mjög vel og er spennt á hverjum morgni að fara á Hjalla að leika. Við foreldrarnir erum líka í skýjunum yfir leikskólanum því við finnum svo sterkt hvað Vera er ánægð.

Leikskólastýrurnar skrifa dagskrá dagsins niður eftir daginn og þar má sjá margt skemmtilegt og öðruvísi sem börnin gera eins og m.a.: Sulla inni í sullhorninu, dansa trylltan dans við háværa tónlist, knús og kítl, kubba með trékubba, vinkonuæfing, kurteisisæfing og kjarkæfing.


ListaVeran

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker