<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 01, 2006

Úffpúff 

Ég er að hlusta á Anthony & The Johnsons og það er alveg heart breaking. Svo falleg tónlist. Ég verð alveg pínu trist að hlusta á þetta en samt get ég ekki hætt að hlusta, úff úff. Lætur manni líða vel-illa. Þessi tónlist minnir mig á að elsku kórinn minn fer brátt aftur að starfa og ég hlakka mikið til að fá að þenja raddböndin og finna máttinn og rónna í fallegum kórsöng (og allir að tárast núna!)

Annars er mikið á dagskránni. Óvissudagur Helgasona, dætra og maka er á morgun og ég búin að plana daginn í þaula. Það verður stíf dagskrá frá hádegi á laugardegi fram að hádegi á sunnudegi sem einkennist af bræðralagi, keppni, staupi og fíbblaskapi á háu stigi...úffí!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker