laugardagur, september 16, 2006
Dagurinn í dag
Ég ætla að blogga núna á þessu fína laugardagskvöldi klukkan ellefu til að sanna að ég sé heima hjá mér, sem sagt langt frá því að vera djammandi.
Ég ligg hér uppi í sófa í heimagallanum eftir mjög effektívan dag en í dag var framkvæmdardagur hér í höllinni. Æ, þið vitið þessir litlu hlutir eins og sökklar undir eldhúsinnréttingu, og smá púss þar og málning hér og svona sem vantaði upp á þegar maður drífur sig að flytja inn aðeins of snemma. Agalega fínt fyrir heimilið og sálina. Allt annað (þótt enginn taki eftir því nema maður sjálfur). Smiðurinn minn gerði náttlega eiginlega allt en ég gat nú samt aðeins tekið í sandpappír og mundað pensilinn. Svo ég er sátt og skemmti mér nú afar vel horfandi á gamla Fóstbræðraþætti í sjónvarpinu bara með kex og mjólk og hafandi það kósí. Og þannig var það líka í gærkvöldi. Agalega næs. Næstu helgar verða nebblega vel bissí, brúðkaup, vinnudjamm og enn eitt skemmtilega þrítugsafmælið eru í vændum. Ég vil samt taka það fram að Viggi er úti að fagna í kvöld... Svona virka víst vaktaskiptin.
Já, ég vil ég óska FH-ingum og sjálfri mér til hamingju með Íslandsmeisaratitilinn í fótbolta. Þótt fótbolti sé nú ekki endilega uppáhaldsíþróttin mín þá þykir mér vænt um sigrana og styð minn mág í blíðu og stríðu. Svo var bara næs á vellinum í dag í sólinni og blíðunni. Ég fylgdist náttlega ekkert með leiknum og missti af öllum fjórum mörkunum, en ég græt það nú ekkert sérlega lengi. Ég var bara leikandi við Veruna mína og fleiri börn á svæðinu sem voru algjörlega on their own þarna á meðan foreldrarnir voru límdir við leikinn. Ég er sko bara svona góð í mér. Get ekkert að því gert.
Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum dýrðardegi.
Ég ligg hér uppi í sófa í heimagallanum eftir mjög effektívan dag en í dag var framkvæmdardagur hér í höllinni. Æ, þið vitið þessir litlu hlutir eins og sökklar undir eldhúsinnréttingu, og smá púss þar og málning hér og svona sem vantaði upp á þegar maður drífur sig að flytja inn aðeins of snemma. Agalega fínt fyrir heimilið og sálina. Allt annað (þótt enginn taki eftir því nema maður sjálfur). Smiðurinn minn gerði náttlega eiginlega allt en ég gat nú samt aðeins tekið í sandpappír og mundað pensilinn. Svo ég er sátt og skemmti mér nú afar vel horfandi á gamla Fóstbræðraþætti í sjónvarpinu bara með kex og mjólk og hafandi það kósí. Og þannig var það líka í gærkvöldi. Agalega næs. Næstu helgar verða nebblega vel bissí, brúðkaup, vinnudjamm og enn eitt skemmtilega þrítugsafmælið eru í vændum. Ég vil samt taka það fram að Viggi er úti að fagna í kvöld... Svona virka víst vaktaskiptin.
Já, ég vil ég óska FH-ingum og sjálfri mér til hamingju með Íslandsmeisaratitilinn í fótbolta. Þótt fótbolti sé nú ekki endilega uppáhaldsíþróttin mín þá þykir mér vænt um sigrana og styð minn mág í blíðu og stríðu. Svo var bara næs á vellinum í dag í sólinni og blíðunni. Ég fylgdist náttlega ekkert með leiknum og missti af öllum fjórum mörkunum, en ég græt það nú ekkert sérlega lengi. Ég var bara leikandi við Veruna mína og fleiri börn á svæðinu sem voru algjörlega on their own þarna á meðan foreldrarnir voru límdir við leikinn. Ég er sko bara svona góð í mér. Get ekkert að því gert.
Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum dýrðardegi.
Comments:
Skrifa ummæli