<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Nýherjinn ég 

Þá er ég svona alltaf betur og betur að komast inn í málin í vinnunni. Ég er samt ábyggilega ennþá vitlausasta manneskjan á staðnum sem er alltaf pínu erfitt tímabil. En ég finn að þetta er að koma. Ég er ekki eins ringluð og áður og veit nú hvar klósettið er og hvað nokkrir heita. Svo er ég búin að læra alls konar ný tæknileg orð sem ég get slegið um mig með í réttum hópi fólks. Ég er að vinna við skemmtilega hluti, mér líður eins og ég sé að plana brúðkaup eða annan skemmtilegan viðburð á hverjum degi, enda það hluti af vinnunni minni. Nema hvað að ég hef nokkrum milljónum meira til að eyða, jibbíííí!Fartölvuherferð, Golfmót og tæknisýning...iss piss, tek þetta hælinn!

Mórallinn er fínn, öðruvísi en á gamla staðnum, en samt mjög fínn. Þegar maður var rétt svo að ná að venjast opna rýminu í Gallup finn ég að það muni taka mig jafn langan tíma að venjast bláu loðnu skilrúmunum á milli mín og annarra samstarfsmanna. En ég er búin að hengja alls konar fínt dót á skilrúmið , eins og vinkonumyndir, vinnusímanúmerið mitt sem ég get ekki munað og Ítalíupóstkort, svo það hefur víst vissan tilgang. Teppið á gólfinu er víst líka gott upp á hljóðdempun að gera. Mötuneytið er alltof gott og starfsmannaafslátturinn af tækjum og tólum hættulega góður.

Ég held það fari bara að koma tími á að plana grillpartý fyrir nýju vinnufélagana. Svona til að halda dampi og komast út fyrir rammann.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker