sunnudagur, júlí 02, 2006
Innipúkinn ég
Ég er ekki búin að fara í neina útilegu í sumar. Ég sem var alltaf á fleygiferð út um landið á sumrin áður fyrr. En núna hreinlega nenni ég því ekki. Nenni ekki að hafa mig af stað, pakka heilum haug af alls kyns fötum (bikiní og kuldagalla) lenda í rigningu og kulda, vakna sveittheitur og myglaður í lekandi tjaldi... æi, nei. Ég held meira að segja að ég verði innipúki um verslunarmannahelgina.
Mér finnst orðið þeim mun skemmtilegra að halda eða fara í góðar innanbæjar-grillveislur á sumrin. Þessa helgina var fullt af fólki í mat hjá okkur, í vikunni verður ítalskt upprifjunarkvöld með hvítvín í annarri og parmaskinku í hinni og helgina næstu verður langþráð gallupgellugrill sem er miklu meira fjör en útilega getur nokkru sinni orðið, en m.a. er drykkjukeppni, brjóstakeppni og trúnó á hæsta stigi á dagskránni. Sem sagt djamm þar sem maður er í pæjufötum, getur farið í sturtu daginn eftir, sefur í mjúku rúminu sínu, er ekki með hor í nös af kulda og þarf ekki að drekka hvítvínið úr plastglasi. Æi, ég bara nenni þessu ekki þetta sumarið! Kannski kemur þetta einhvern tímann aftur. Ég er á soldið nennissekki tímabili núna. Allar breytingarnar í lífi mínu kalla á letibykkjuna í mér og normið.
Ég stefni þó á að ganga fljótlega á Heklu, það er ennþá smá fjallgönguneisti í mér. Verst hvað ég er í lélegu formi eftir allar grillveislurnar og sukkið. En þeir sem þekkja mig vita að ég kemst langflest á þrjóskunni.
Mér finnst orðið þeim mun skemmtilegra að halda eða fara í góðar innanbæjar-grillveislur á sumrin. Þessa helgina var fullt af fólki í mat hjá okkur, í vikunni verður ítalskt upprifjunarkvöld með hvítvín í annarri og parmaskinku í hinni og helgina næstu verður langþráð gallupgellugrill sem er miklu meira fjör en útilega getur nokkru sinni orðið, en m.a. er drykkjukeppni, brjóstakeppni og trúnó á hæsta stigi á dagskránni. Sem sagt djamm þar sem maður er í pæjufötum, getur farið í sturtu daginn eftir, sefur í mjúku rúminu sínu, er ekki með hor í nös af kulda og þarf ekki að drekka hvítvínið úr plastglasi. Æi, ég bara nenni þessu ekki þetta sumarið! Kannski kemur þetta einhvern tímann aftur. Ég er á soldið nennissekki tímabili núna. Allar breytingarnar í lífi mínu kalla á letibykkjuna í mér og normið.
Ég stefni þó á að ganga fljótlega á Heklu, það er ennþá smá fjallgönguneisti í mér. Verst hvað ég er í lélegu formi eftir allar grillveislurnar og sukkið. En þeir sem þekkja mig vita að ég kemst langflest á þrjóskunni.
Comments:
Skrifa ummæli