sunnudagur, júlí 16, 2006
Ég fer í fríið
Ég átti að vera komin í frí í síðustu viku, Vera er í fríi og því engin önnur leið en að fara einnig í frí. En hef unnið heilan helling samt sem áður í vikunni enda kallar nýja vinnan á að maður standi sig ;). Ég verð að segja frá því hvað Vera er búin að vera svakalega góð sl. viku, er búin að vera úti um hvippinn og hvappinn í pössun, hér og þar og alls staðar - og er alveg sama! Hún er búin að vera í pössun hjá litlum frænda og svo líka lítilli frænku, hjá Selmu æðislegu pössustelpunni okkar, svo hjá afa Sigga og ömmu Jónu og síðast en ekki síst fór hún alveg sjálf á gæsló. Ekki málið fyrir mína. Reyndar hefur málamiðlunin oft verið sú að hún sé að fara að passa litla frænda, litlu frænku eða voffann hans afa Sigga, en ekki að hún sjálf sé að fara í pössun. Og svo spyr hún: „Mamma innuna? Mamma sækja Jejju?" (mamma er að fara í vinnuna, mamma ætlar þú svo að sækja mig?) og þegar það er komið á hreint er málið klárt. Svo mikil hetja þessi mús!
Við Vera erum svo á leið í alvöru frí á morgun og það í heila 10 daga. Skiljum pabbann eftir með verkefnin og ætlum að heimsækja uppáhaldsfólkið okkar í Stokkhólmi. Við munum reporta þaðan eins og við nennum, en það verður víst 25 stiga hiti og sól þar svo ég garantera ekki að ég muni ekki liggja flatmagandi í sólinni, sveitt og slök, ekki nennandi neinu. Reyndar mun Vera halda upp á 2 ára afmælið sitt í fríinu, en stefnum líka á afmælisveislu þegar heim er komið, en það verður auglýst síðar (þegar ég ákveð hvenær ég nenni að baka...)
Hejdo í bili mine venner.
E
Við Vera erum svo á leið í alvöru frí á morgun og það í heila 10 daga. Skiljum pabbann eftir með verkefnin og ætlum að heimsækja uppáhaldsfólkið okkar í Stokkhólmi. Við munum reporta þaðan eins og við nennum, en það verður víst 25 stiga hiti og sól þar svo ég garantera ekki að ég muni ekki liggja flatmagandi í sólinni, sveitt og slök, ekki nennandi neinu. Reyndar mun Vera halda upp á 2 ára afmælið sitt í fríinu, en stefnum líka á afmælisveislu þegar heim er komið, en það verður auglýst síðar (þegar ég ákveð hvenær ég nenni að baka...)
Hejdo í bili mine venner.
E
Comments:
Skrifa ummæli