<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Alveg lost 

Horfði á síðasta þáttinn af Lost á mánudagskvöldið var, nema ég vissi ekki að það væri síðasti þátturinn. Ég hafði áður horft á þennan sama þátt, en ég hafði keypt mér hann á netinu. Fattaði þá ekki heldur að þetta hafi verið síðasti þátturinn. Svo bara var þetta síðasti þátturinn. Oh. Alveg eins og í seríu eitt fattaði ég ekki að síðasti þátturinn hafi verið síðasti þátturinn og var alltaf að bíða eftir síðasta þættinum. Ok, ég er fattlaus, en hei. Þetta endar aldrei. Soldið pirrandi. Allt gerist svo lúshægt og svo gerist bara ekkineitt.

Horfði svo á síðasta þáttinn Despó og skildi það aðeins betur. Ætli það þýði ekki bara að ég sé eilítið meira desperate heldur en lost. Eða eitthvað. Despó endaði illa, eru svoldið svartsýnir þættir. Örugglega raunsæir líka. Morð, lyki, svik og framhjáhöld. Neeeee... mitt líf er ekki alveg svona desperate. Bara smá plat í mesta lagi. En ég fíla þættina. Betra en að vera endalaust lost.

En hvað á maður nú að gera þegar síðustu þættirnir í seríunum sem ég fylgdist með eru búnir? Magni er ekki það magnaður að ég tolli til að horfa á rokkþátt gamalla sukkaðra kempa. Og ekki fær maður sér kvöldgöngu í sumarsólinni þetta sumarið.
Kannski bara meira blogg/bögg/bull.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker