<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 28, 2006

AfmælisVeran 

Afmælisveislan í Stokkhólmi var æði. Bleik vel skreytt kaka (þarf að fara á kökuskreytingarnámskeið - það var eins og einhver 2ja ára hefði skreytt) og tvö kerti sem Vera þurfti að blása ansi oft á, þ.e. ég kveikti á þeim svona hundrað sinnum og mín blés, eða hélt að hún blési, ég aðstoðaði aðeins fyrir aftan eins og vera ber. Svo voru það bara fullt af litlum berum bossum úti í garði að sulla. Svo útlenskt og æðislegt eitthvað.
Stefnum á íslenskt afmæli í næstu viku og óska þess að það verði sól til að fá sumarfílinginn (og að geta hent börnunum út í garð!).

Við erum sem sagt komnar heim og leggjum af stað í annað ferðalag, eilítið styttra, rétt á eftir. Stykkishólmur (næsti bær við Stokkhólmur!) er áfangastaðurinn og hlökkum við mikið til að upplifa íslenska sumarnáttúru þar í faðmi fjölskyldunnar. Koma svo sól!


Og blása!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker