<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 04, 2005

VERUleikinn II 

Í mars hugleiddi ég að hætta að blogga, sbr bloggið VERUleikinn. Fannst ég ekki hafa neitt að segja, og finnst það reyndar stundum enn. Þ.e. ekki neitt að segja nema um Veruna mína. Alveg merkilegt hvað allt annað verður eitthvað ómerkilegt.
Svo hér held ég bara áfram í VERUleikanum mínum. Þið verðið bara að þola það hver sem þið eruð out there.

Kíktum í göngutúr í dag með ömmu Gunnu, veðrið var með besta móti (talar maður ekki líka alltaf um veðrið þegar maður hefur ekkert að segja?) og við nutum dagsins á Ægissíðunni og í Nauthólsvíkinni. Eins kíktum við á Úlfhildi litlu frænku, sem er orðin rúmlega 2 mánaða og er auðvitað algjör snúlla. Úlla Snúlla (æ, sorrí gæs!).

Er að fara að horfa á Sahara á DVD. Segi ykkur kannski hvernig mér fannst hún. Þ.e. ef ég sofna ekki yfir henni eins og flestum myndum sem ég geri tilraun til að horfa á þessa dagana...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker