<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 15, 2005

Trallalí 

Elskulegi kórinn minn hefur aftur hafið starfsemi eftir sumarfrí. Alltof langt frí. Ég saknaði hans. Og þess að syngja eitthvað annað en litlu andarungana og dansi dansi dúkkan mín. Jú, og uppáhaldslagið hennar Veru, upp upp upp á fjall. Dagskrá vetrarins er spennandi. Mozart kallinn hefði víst orðið 250 ára hefði hann lifað (!) og því er stefnan tekin á tónleika með hans verkum. Svo eru jú auðvitað jólatónleikar og það á að syngja inn á disk og sitthvað fleira. Svo gaman! Röddin í mér í kvöld var nú alls ekki upp á sitt besta eftir hálsbólguna endalausu en ég fékk samt fílinginn.

Sumum bregður þegar ég segi þeim að ég sé í kór. Finnst ég ekki vera týpan í það. Well, þeir þekkja mig þá ekki svo ýkja vel. Ég er og verð alltaf kórnörd eins og bróðir minn kallar það. Elska kóra og auðvitað sérstaklega að syngja með þeim. Og sérstaklega minn eigin kór. Já, MINN! Félagsskapurinn er fínn, fullt af hrikalega kláru tónlistarfólki og svo skemmtilegir sauðir eins og ég inn á milli sem les nóturnar eftir eyranu.

Og ég er aaalveg að fara að hringja í hana Andreu Gylfa vinkonu mína...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker