<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 13, 2005

SvefnVera 

Litla Veran mín hefur alltaf verið dugleg að sofa á næturnar. Það er, hún hefur alltaf sofið vel á næturnar. Eftir að hún hætti að fá næturgjöf rúmlega 5 mánaða gömul svaf hún streit alla nóttina foreldrunum (sérstaklega mömmunni - af hverju ætli mömmur hafi allt í einu miklu betri heyrn heldur en pabbar á nóttunni??) til mikillar ánægju. Vera hefur einnig alltaf sofið í sínu eigin rúmi. Hún vill helst ekki vera knúsuð í svefn uppi í rúmi hjá foreldrunum heldur kýs að sofna og sofa í sínu eigin fleti. Þannig hefur það alltaf verið. Helst samt með mömmu inni hjá sér á meðan hún festir svefn. Sem er fínt. Tekur svona 5 mínútur. Vera elskar pelann sinn en hún fær hann aðeins fyrir svefninn. Hún heldur á honum sjálf og finnst það mjög spennandi. Ef ég segi orðið peli þá leggst hún kylliflöt uppi í rúmi og bíður spennt eftir að fá að súpa á honum.

Vera hefur svo sofið í sínu eigin herbergi undanfarnar 2 nætur. Og það hefur gengið vonum framar. Henni er nákvæmlega sama og sofnar strax og sefur eins og engill alla nóttina. Fyrstu nóttina svaf mamman hins vegar eilítið minna og fór ófáar ferðirnar inn í hennar herbergi um nóttina bara svona til að tékka á henni. Í kvöld var hún svo í pössun hjá ömmu Stefaníu og þá sofnaði hún alveg sjálf í sínu rúmi. Amman lét hana hafa pelann í rúminu sínu og þá hringdi síminn svo amman fór niður og talaði í símann. Þegar hún svo kom aftur og ætlaði að fara að svæfa Veru þá var mín bara sofnuð. Búinn með pelann sinn og búinn að redda sér snuði og svaf á sínu græna.
Svo duuuuuuuuugleg!

Mér finnst svefnherbergið nú samt ansi tómt svona án rúmsins hennar Veru. Og án Veru. Er búin að hafa hana þarna í rúmlega 13 mánuði og sofa með eyrun hálfopin. En hún er orðin svo stór og dugleg núna að þetta var næsta skref í svefnprósessnum. Og það gengur svona líka ljómandi vel. Bæði hjá henni og foreldrunum sem fá einnig sitt frelsi...Ef Vera svo vaknar á undan mér á morgnana þá kallar hún á mömmuna, samt ofurvarlega með svona hvíslröddu eins og hún sé að passa að vekja hana varlega! Alveg krúttlegt. Yfirleitt þarf ég þó að vekja hana því Vera er hin mesta svefnpurrka og getur sofið 13-14 tíma streit ef hún fær tækifæri til þess.


Vera hreyfir sig mikið í svefni og hefur átt margar góðar svefnstellingar. Hér er ein góð í fyrrakvöld!  Posted by Picasa

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker