<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 09, 2005

Nýr linkur 

Ég hef ekkert sérlega gaman af pólitík. Af hverju ekki veit ég ekki. Ég held reyndar að týpa eins og ég (skilgreinist t.d. sem: Frökk, hugsar ekki allt alveg til enda, kann að rífast og rökræða, kraftmikil á köflum, ágætur ræðumaður og skoðanaglöð) gæti alveg orðið góður pólitíkus. Bara hefði maður áhugann á því. En einhvern veginn hef ég ekki náð að kveikja á þessu. Jú, fylgist alveg með og hef skoðanir á ýmsu en gæti held ég aldrei unnið við að láta gagnrýna mig og skjóta mig niður í beinni.

Ég kann vel við suma pólitíkusa og ekki eins vel við aðra, svona eins og gengur og gerist. Þótt mér hafi aldrei líkað neitt sérlega vel við Davíð Oddsson þá einhvern veginn mun ég samt sakna hans úr sviðsljósinu. Hverjum á ég nú að vera á móti?

Þegar fólk fréttir að ég sé náskyld einum umdeildasta stjórnmálamanni Íslands sýpur það yfirleitt hveljur. Veit ekki alveg hvernig það á að vera og klórar sér í hausnum. Verður yfirleitt alveg svakalega hissa og spyr strax hver pabbi minn sé. Sumir halda greinilega að ég sé dóttir hans, rautt hárið mitt og rautt skeggið hans - það matsar alveg. En pabbi minn er hvorki pólitíkus né hvalavinur. Neibb, pabbi minn er venjulegur ópólitískur rafvirki úti í bæ. Og þá heyrist svona: Oó...ok, í fólkinu. Veit ekki alveg hvernig það á að vera. Eins og það verði fyrir vonbrigðum. Æi, já, einmitt, hann Össur á litlar sætar svarthærðar ættleiddar stúlkur, já, einmitt. Jebb, Össi Skarp er frændi minn. Bróðir hans pabba.

Hann er að sjálfsögðu með bloggsíðu, enda með eindæmum málglaður fír þar á ferð. Ég er alls ekki með áróður því þótt hann sé Össi frændi þá er ég honum ekki sammála í mörgum málum. En hann hefur sterkar skoðanir og mér finnst hann skemmtilegur penni, er jafnvel fyndinn á köflum.
Þess vegna fékk Össi Skarp link hér til vinstri á síðunni minni.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker