<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 28, 2005

Klukkið 

Það gengur einhver leikur á bloggum að klukka annan bloggara sem á þá að koma með fimm tilgangslausar staðreyndir um sig sem hann telur aðra ekki vita. Og ég var klukkuð bæði af vinkonu og litla frænda í Ameríku svo here goes.

Úff hvað ég þarf samt að huxa mig um...

1. Ég ætlaði að verða söngkona þegar ég var lítil. Og dreymir enn um það. Helst fræg.
2. Mig kveið fyrir nánast hverri einustu helgi frá ca. 7-12 ára aldurs.
3. Þegar ég var lítil lamaðist ég öðru megin í andlitinu. Það var víst kraftaverk að það lagaðist aftur.
4. Ég er hrædd við orma
5. Eitt það besta sem ég veit er að láta klóra mér lengi út um allt bak, fast með nöglunum.

Wow - I´m on the go! Spurning um að halda bara áfram!

6. Ég hef grátið yfir Landsbankaauglýsingu
7. Ég hata símastaurafæturna sem ég fékk í fæðingargjöf
8. Ég þarf alltaf að fá mér kókópuffs áður en ég fer að sofa eftir fyllerí og djamm
9. Ég hef einu sinni verið í lífshættu, en það var í jökulá
10. Ég er nýorðin smeyk í lyftum
11. Ég fæ fljótt leið á hlutum, þarf alltaf að vera að breyta og bæta, kaupa nýjan bíl og ný föt, raða hlutum upp á nýtt og skipta út hlutum.
12. Ég man engin leikaranöfn, nöfn á bíómyndum og hvað þá atriði úr myndum.
13. Ég vann ljóðasamkeppni í 10. bekk með hallærislegasta ljóði í heimi:

Lífið er hringur
og hringur hefur engan enda
Trú
von
kærleikur
Tilveran
er skrýtið form.

14. Mig kveið meira fyrir því í den að horfa á bróður minn keppa í sundi heldur en þegar ég sjálf var að keppa
15. Þegar ég elda eða baka er allt út um allt í eldhúsinu, ég vill matreiða hratt með allt í steik sem hægt er að laga eftir á
16. Ég þreifst illa í ládeyðu áður fyrr, en þrái hana oft núna
17. Ég hef sofið úti í eyðimörk með risamaurum
18. Ég var svo tileygð þegar ég var lítil að það var næstum því búið að senda mig í aðgerð
19. Ég fór eitt sinn að grenja þegar ég fékk bara 9,5 á líffræðiprófi í grunnskóla
20. Mig langar í tattoo

Þar hafiði það. Ég gæti án efa fundið hundrað atriði en læt staðar numið í bili.
Kannski kom þetta ykkur ekkert á óvart, ég er fyrir sumum eins og opin bók. En allir eiga sín leyndarmál...

Ég klukka hér með bloggarana sem ég er með link á hér uppi vinstra megin... - og ekki þykjast ekki vera að lesa þetta! Klukk!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker