<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, september 20, 2005

Hversu blindir... 

...geta karlmenn verið?
Ég fór í hárlitun í hádeginu í dag og kom tilbaka algjörlega appelsínugulhærð, með glænýjan hennalit í hárinu. Alveg shiny and new. Og ég sit á svona stjörnuborði með þremur karlmönnum sem tóku ekki eftir neinu! Greinilega gjörsamlega blindir á bjútí. Spurning um að fara að mæta í stuttu pilsi og magabol til að þeir kommenti á hvað maður sé sætur. Iss. Svo þegar ég benti þeim á þetta þá kepptust þeir við að hrósa nýju klippingunni minni. Og ég sem lét ekki einu sinni særa...
Æ, krúttin samt. Vildu geðveikt bæta upp fyrir að hafa ekki tekið eftir the new me.

Svo fóru þeir eitthvað að röfla um hvort ég væri nú ekki ekta rauðhaus og eitthvað bull. Auðvitað!!! Þarf ég að sanna það eða? Sko, alveg eins og með litlu fyrrverandi ljóskurnar með ljósu strípurnar, þá dökknar hárið á rauðhausum með árunum, og núna er hárið á mér orðið frekar dullrauðbrúnt að lit og ég vel að halda rauðkunni við með því að fá mér náttúrulegt skol á 4 mánaða fresti. Er eitthvað að því, ha??!
Við erum 4 rauðhærð í vinnunni, í Rauðhærðafélaginu. Ég og 3 strákar. Menn fengu inngöngu eftir að hafa opinberað lit skapaháranna...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker