<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Krítin mín fríð 

Krítarundirbúningurinn er á fullu hjá mér núna þegar ég er búin að ná mér eftir svaðilför ársins. Búin að kaupa moskítórollon, sólhatt og sólarvörn númer hundrað. Bæði fyrir mig og Veru. Þá er síðasta sjæningin á morgun, vax (er búin að safna heilum 5 mm löngum hárum fyrir þetta blessaða vax!!! ojojojojj...) og litun og plokkun. Svo er það kannski einn ljósatími bara upp á móralinn.

Við förum þrjár fjölskyldur saman til Krítar og vorum í dag að ákveða að hvert par fær FRÍ frá barni eða börnum sínum í 2 heila daga og kvöld. Vá, þá verður maður ungur aftur. Hvernig var aftur lífið fyrir Veru? Jú, maður flippar aðeins. Leigir sér vespu og þeysist um eyjuna frjáls eins og fuglinn, drekkur bjór og kokteila allan daginn, fer kannski á nektarströnd, á sjóskíði, í tívolí og labba rómó hönd í hönd í sjávarmálinu bara tvö...

Svo snúast allir hinir dagarnir auðvitað um Veruna. Sem verður bara gaman. Moka, sulla og busla í lauginni.

Já, þetta verður eitthvað nýtt fyrir alla í familíunni.
Gvuð, get ekki beðið! Bezt að fara bara að pakka...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker