sunnudagur, júlí 10, 2005
Amma Gunna
Jæja, þá er mamma, sem er nú betur þekkt undir nafninu amma Gunna, loks flutt til landsins aftur eftir áratuga dvöl erlendis. Hún fattaði það loks þegar barnabarnið fæddist að það væri ekki svo slæmt eftir allt saman að búa á Íslandi. Og hún lét slaga standa og er komin heim.
Okkur Veru finnst frábært að fá ömmu Gunnu heim. Amma Gunna er flott amma. Nennir alltaf að passa og leika og fara út í labbitúr, en hún á jú bara þetta eina barnabarn til að dúllast með og er alltaf til í að eyða tíma með Veru sinni :) Algjörlega ómissandi svona ömmur!
Amman býr rétt hjá okkur í Hafnarfirðinum og einhvern veginn grunar mig að það eigi eftir að vera ófáar næturpössunirnar hjá ömmu Gunnu í framtíðinni...
Jei, partý on.
Næst: Krít!

Vera og amma Gunna
Okkur Veru finnst frábært að fá ömmu Gunnu heim. Amma Gunna er flott amma. Nennir alltaf að passa og leika og fara út í labbitúr, en hún á jú bara þetta eina barnabarn til að dúllast með og er alltaf til í að eyða tíma með Veru sinni :) Algjörlega ómissandi svona ömmur!
Amman býr rétt hjá okkur í Hafnarfirðinum og einhvern veginn grunar mig að það eigi eftir að vera ófáar næturpössunirnar hjá ömmu Gunnu í framtíðinni...
Jei, partý on.
Næst: Krít!

Vera og amma Gunna

Comments:
Skrifa ummæli