föstudagur, maí 27, 2005
Vera 10 mánaða!
Vera skvísa 10 mánaða
Vera er orðin 10 mánaða, en hún náði þeim merka áfanga í lífi sínu á miðvikudaginn var 25. maí.
Maður bæði finnur og sér að hún er að nálgast það að verða 1 árs, hún er orðin svo stór og klár! Hún fór í 10 mánaða skoðun í gær og er orðin 9,4 kíló og 75 cm. Kílóin eru svo til á meðaltalinu en hæðin einu staðalfráviki fyrir ofan meðaltal. Svo hún er í fínum málum þar. Hún skilur orðið heilmikið og borðar orðið allan mat en það eru nýlega komnar 2 tennur í efri góm auk þeirra sem hún fékk í neðri góm fyrir um 2 mánuðum. Vera klappar og dillar sér mikið við tónlist og segir "datt" við hvert tækifæri og takk þegar ég segi takk. Algjör apaköttur. Hún stóð sjálf upp í fyrsta sinn í fyrradag á afmælisdaginn sinn og fílar það í tætlur þótt hún sé mjög óstöðug ennþá. Hana langar að labba með en dettur oftar en ekki á rassinn og fer þá að gráta. Það er orðið aðeins erfiðara að svæfa stelpuna þar sem rúmið virðist vera orðið spennandi vettvangur brölts á alla vegu. Standa upp, velta sér á magann, reisa sig, sitja, flækja fótunum í rimlunum og kíkja í gegnum rimlana í "týnd og gjúgg" er málið í dag, en það er kominn mikill leikur í mína sem hlær að öllu. Hún situr oft og flettir í gegnum bækurnar sínar og skellihlær. Vá, hvað það er krúttlegt, maður fær bara hjartasting!
Vera er lasin í dag, með eyrnarbólgu nr. 4. Fer til sérfræðings eftir 2 vikur sem metur það hvort daman fái rör í eyrun. Mamman er að geggjast inni í góða veðrinu með veika stelpuna, en ég geri allt fyrir Veruna mína :)
Comments:
Skrifa ummæli