<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 27, 2005

Á toppnum 

Ég er bara alltaf á toppnum!
Enda topppæja.
Í gær var ég á toppi Móskarðshnjúka en þeir eru nágranni Esjunnar (þessir tveir hægra megin við Esjuna sem sólin skín alltaf á) en ég gekk upp á fjallið með vinnufélögum eftir vinnu. Eiginlega samt eftir jarðaför hjá mér því amma Vala var jarðsett í gær. Í kyrrþey, henni líkt að vilja ekki að fólk "hafi fyrir" sér. Athöfnin var dásamlega falleg og ég hélt engu inni í þetta sinn. Held ég hafi bara verið að gráta fyrir tvær ömmur og einn afa í einu.

Gangan á Móskarðshnjúka var mjög skemmtileg og falleg. Það tók okkur stelpurnar (vorum reyndar með þeim síðustu!) um einn og hálfan tíma að komast upp og svo lölluðum við niður á klukkutíma eða svo. Svo þetta var svona ídeal "eftir vinnu" fjallganga. Útsýnið var náttúrulega brjálæðislegt í orðsins fyllstu merkingu og maður sá í allar áttir í góða veðrinu í gærkvöldi, m.a. Kjósina, Þingvallavatn, Búrfell og Heklu. Ég mæli með göngj á Móskarðshnjúka, Esjan fölnar bara við hlið þeirra! Ég er þegar farin að hlakka til næstu göngu sem verður á Snæfellsjökul fyrstu helgina í júlí.


Móskarðshnjúkar þegar búið er að labba um helming hæðarinnar, þessi fjær er hærri og maður gengur á hann Posted by Hello


Séð yfir Kjósina Posted by Hello


Hnjúkurinn góði Posted by Hello


Lítið fólk á stórum tindi Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker