<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 13, 2005

Skríðandi Vera 

Jahérna hér.
Ég sit hér heima í stofu, mygluð eftir heita og erfiða nótt, en litla músin er lasin. Ég verð bara að deila því með ykkur (já, ég trúi því að ykkur finnist þetta í alvörunni jafn merkilegt og mér!) að ég var rétt í þessu vitni að því að Vera "skreið" þvert yfir stofuna til að ná sér í eitthvað ákveðið dót sem hana langaði að leika sér með! Já, rúmlega 9 og 1/2 mánaða stelpan, það var komið að því. Hún var ekki að flýta sér að þessu! Og lasin og allt! Dagmömmurnar sögðu mér að hún væri dálítið pirruð yfir því að vera sú eina af 10 börnum hjá þeim sem sæti bara á rassinum og gæti ekki hreyft sig um svæðið (hin börnin eru eldri) svo mín hefur bara ákveðið að taka sig á og færa sig um set. Vera fer að sjálfsögðu ekki hefðbundna leið á skriðinu heldur færir sig um á rassinum, mjakar sér áfram með því að toga sig áfram á höndunum, notar fæturna ekki enn mikið til að hjálpa sér svo þetta er voðalega erfitt en hún á eftir að þróa þetta betur. Það er sem sagt ennþá eitthvað í að hún fari á fleygiferð, en þetta er alveg ferlega krúttlegt. Spurning um að fara að splæsa í hlið fyrir stigana...

Hér má sjá helstu afrek Veru Víglunds í hnotskurn:
Brosa: 5 vikna
Hjala: 6 vikna
Borða mat: 5 mánaða (1 máltíð á dag)
Sitja sjálf óstudd: 5 1/2 mánaða
Fyrsta hláturskastið: 6 mánaða
Borða 4-5 máltíðir á dag: 7 mánaða
Hvað er Vera stór?: 7 mánaða
Týnd og gjúgg: 7 mánaða
"Mamma" (eða eitthvað því um líkt!) 7 mánaða
Klappa sjálf saman lófunum: 8 1/2 mánaða
"Datt" rúmlega 9 mánaða
SKRÍÐA: rúmlega 9 1/2 mánaða :)

Já, Vera er orðin svo stór og klár! Og æðisleg og skemmtileg. Og doldið ákveðin og frek líka... en hei, get bara ekki skammað hana fyrir eitthvað sem ég sé í sjálfri mér...


Týnd! Posted by Hello


Vera setur sig í skriðstellingar Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker