<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 11, 2005

Keilir sigraður 

Jæja. Mamman komst upp á Keili í gærkvöldi. Ekkert mál fyrir mömmu hans Jóns Páls. Af hverju ætli Keilir heiti ekki Keila? Þetta er bara ein stök KeilA. Ég fór með nokkrum vinnufélögum en gangan er hluti af verkefni sem við köllum 5 tindar og var Keilir fyrsti tindurinn sem við sigrum.

Gangan að Keili er þó nokkuð löng í gegnum hraunið og tók það um 30 mínútur fyrir hópinn að komast að fjallinu. Leiðin upp er svo stutt og brött, um 200 metra hækkun en fjallið sjálft er 380 metrar yfir sjávarmáli. Smá hóll. En ég ætla nú alls ekki að gera lítið úr þessu fjalli eða göngunni á það því þetta tók alveg á. Er stutt en virkilega bratt og maður blés vel úr nös. Allt í allt vorum við um 2 og 1/2 tíma upp og niður með góðri kaffipásu á toppnum. Mér leið vel allan tímann og er ekki einu sinni með harðsperrur í dag, daginn eftir! Gerir aðrar mömmur betur. Vera var heima með pabbanum, þetta var of seint á dagskrá fyrir dömuna. Svo hefði ég satt að segja ekki boðið í að vera með hana á bakinu í brattanum efst á fjallinu. Vigga hefði nú tekist það en mömmunni hefði nú ekki litist á blikuna.

Við byrjuðum gönguna í rigningu og roki en eftir um korters labb lægði og sólin fór að skína. Fjallasýnin á toppnum var engu lík og maður fékk náttúrufílinginn beint í æð.

Mæli með Keili fyrir þá sem vilja góða hreyfingu, ferskt loft í lungun og náttúruinnspítingu á hæsta stigi!


Keilir kíkir yfir hraunið Posted by Hello

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker