<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 14, 2005

Brjóstin búin 

Þá er brjóstgjöf móðurinnar formlega lokið.
Til hamingju eða ég samhryggist þér?
Ég veit það ekki, það eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessum kaflaskiptum í lífi mínu og Veru. Ég hélt samt að þetta myndi vera tilfinningalega erfiðara eða þá að ég vildi bara alls ekki hætta með hana. Að ég myndi vilja vera að lauma brjóstunum að henni svo lengi sem ég gæti, en það er ekki svo. Ég er mjög sátt þrátt fyrir að vera dulítið aum í túttunum rétt í þessu þar sem þau eru að jafna sig greyin. Framleiðslan er ennþá dágóð.

Ég hafði verið með 2 gjafir yfir daginn þegar ég fór að vinna, á morgnanna og á kvöldin en sleppti svo morgungjöfinni um daginn þegar Vera var farin að vakna kl. 5 til að fá sér sopa og kúra með brjóstinu. Þá var komið nóg af því og það tók 1 morgunn með öskri og brjáli en svo finnst henni þetta ekkert mál og er hætt að vakna svona snemma til að leita eftir brjóstinu. Svo hefur pabbinn verið að gefa henni pela fyrir svefninn þegar mamman er fjarri góðu gamni og Vera elskar pelann sinn. Svo allt í einu voru brjóstin ekki eins spennandi. Enda kannski ekki nógu hratt rennslið í þeim eftir alla mánuðina (líka miðað við pelann)og eitthvað minna í boði en áður. Svo ég ákvað bara að hætta þessu í fyrrakvöld. Brjóstin eru búin. En vonandi hverfa þau samt ekki alveg í kjölfarið!
Og Vera er formlega orðin stór!
Og mamman ekki eins mikilvæg. Skrýtið. Hlekkurinn þungi og órjúfanlegi sem hefur verið á milli okkar sl. 9 1/2 mánuð er ekki lengur.
Jæja, ég get þá alla vega núna farið að djamma án samviskubits! Ég held að innflutnings-eurovisionpartý sé næst á dagskrá...

P.s. pabbinn vildi koma því að að Vera kann núna líka að segja pabbi (með ii og allt!). Það kjaftar á henni hver tuska um þessar mundir, hún meira að segja talar í svefni og reynir að apa allt eftir manni sem maður segir. Og tekst það bærilega!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker