laugardagur, maí 21, 2005
Amma Vala
Amma Vala dó í dag.
Hún var 77 ára og búin að vera sjúklingur meira og minna alla tíð síðustu árin en bjartur andinn hélt henni gangandi. Alltaf þegar ég kvaddi hana þegar ég var að fara í ferðalag þá var hún alltaf viss um að hún yrði ekki lengur þegar ég kæmi tilbaka. En alltaf var amma Vala á sínum stað á Kleppsveginum. Hún var seig. Amma var m.a. með lungnasjúkdóm og krabbamein og hennar tími var allt í einu kominn. Amma Vala var ekki hrædd við dauðann, hún trúði heitt og þráði að deyja. Og fékk það loks áðan. Hún er nú komin til afa Skarpa og þau sameinast í himnaríki þar sem allt er svo fallegt og gott. Ekkert krabbamein og engin þjáning.
Guð geymi ömmu Völu mína.
Úff, báðar ömmurnar farnar á mánuði.
Hún var 77 ára og búin að vera sjúklingur meira og minna alla tíð síðustu árin en bjartur andinn hélt henni gangandi. Alltaf þegar ég kvaddi hana þegar ég var að fara í ferðalag þá var hún alltaf viss um að hún yrði ekki lengur þegar ég kæmi tilbaka. En alltaf var amma Vala á sínum stað á Kleppsveginum. Hún var seig. Amma var m.a. með lungnasjúkdóm og krabbamein og hennar tími var allt í einu kominn. Amma Vala var ekki hrædd við dauðann, hún trúði heitt og þráði að deyja. Og fékk það loks áðan. Hún er nú komin til afa Skarpa og þau sameinast í himnaríki þar sem allt er svo fallegt og gott. Ekkert krabbamein og engin þjáning.
Guð geymi ömmu Völu mína.
Úff, báðar ömmurnar farnar á mánuði.
Comments:
Skrifa ummæli