<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Tískufríkin ég 

Jæja. Þá er maður aftur kominn í tísku. Eða ég vona það alla vega. Eftir gallabuxna- og skókaup dagsins hlýtur maður hreinlega að vera í tísku. Mér líður alla vega svakalega vel með kaupin þótt ekki hafi þau verið þau hagstæðustu í bænum. Ég virðist eiga voðalega erfitt með að passa í gallabuxur, það hefur alltaf verið þannig. Og ef ég rata á einar (eftir að hafa mátað milljón) þá kemur ekkert annað til greina en að kaupa þær. Ef þær passa yfir lærin og mjaðmirnar þá eru þær of víðar í mittið og afar algengt er að þær séu alltof stuttar. Ég er nú ekki svo stór og feit - hvað er að gerast? Það eru ekki bara litlar títlumjónukonur á Íslandi í dag. Mér finnst ég ekki ýkja afbrigðileg í vextinum en samt virðast buxur eiga erfitt með að passa á mig. Ég reyndar heyri þetta líka frá litlum konum sem og í millistærð, svo kannski er þetta ekki einungis bundið við risakonur eins og mig. Alla vega, ég þræddi Kringluna með vinkonu minni sem var með sama tískuleysisvandamálið og ég og við mátuðum gallabuxur eins og óðar konur. Hverjar á fætur annarri. Í alvöru mátaði ég ábyggilega 25 buxur. Og passaði kannski svo vel sé í 5 stykki. Við fengum fína þjónustu þar sem sölukonurnar báru í okkur buxurnar á fati. Þær hafa séð glampann í augunum á okkur. Við ÆTLUÐUM að finna okkur gallabuxur!! En það gekk ekki vel framan af. Svo eftir í og úr og í og úr og í og úr alltof oft, smellpössuðu einar buxur allt í einu. Og auðvitað voru það flottustu buxur í heimi! Og þær dýrustu líka að sjálfsögðu, en í desperationkasti yfir tískuleysinu varð peningaleysi og budgetproblem eftir húsmæðraorlofið allt í einu ekkert sérstakt vandamál. Gallabuxnaleysið var alvarlegra.

Tvenn skópör fylltu einnig innkaupapoka dagsins, bæði geggjuð og svo ólík og skemmtilega sumarleg og æðisleg. Og ekki svo dýr. Svo það lagaði samviskukastið oggupons. Og svo var þetta líka afmælisgjöfin frá mér til mín. Eða eitthvað svoleiðis. Ég alla vega er sátt og Vigginn líka svo þetta var bara bjúdífúl.

Ég hvarf á einu augabragði frá því að vera tískumistök yfir í að vera tískufrík. Ahhhhh.
Í jákvæðum skilningi :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker