sunnudagur, apríl 24, 2005
Svo lítil...
Ég fann þessar myndir á vef hjá vini mínum frá því við vorum í kveðjugardenpartýi hjá honum þegar Vera var 3 vikna. Já, hún fór sko í fyrsta partýið 3 vikna! Og svaf úti í vagni mest allan tímann í góðum fíling. Svo vaknaði hún og ég þurfti að gefa henni og knúsa hana og þá voru þessar myndir teknar. Man að það var frekar svalt þetta kvöld og ég fékk einmitt brjóstastífluna miklu í kjölfarið...ái. En partýið var gott og Vera eins og þið sjáið í góðum gír!
Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þessar myndir var "Vá, hvað hún er lítil..!!" Enda var hún lítil! Og þvílíka krúttið. Og er enn þótt hún sé að verða 9 mánaða á morgun...
Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þessar myndir var "Vá, hvað hún er lítil..!!" Enda var hún lítil! Og þvílíka krúttið. Og er enn þótt hún sé að verða 9 mánaða á morgun...
Comments:
Skrifa ummæli