<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Sumarið er komið... 

...og sól í heiði skín. Eða, alla vega skín hún í hjarta ef ekki á heiði.

Síðasti dagur vetrar var kvaddur með látum í góðu partýi í gærkvöldi. Mamman og pabbinn slepptu af sér beislinu og drukku og djömmuðu fram á rauða nótt. Það var þvílíkur matur á boðstólum og Little Miss Fun sá um skemmtiatriðin. Trúiði því að ég hafi verið kosin Ungrú Fjör?! Jahérna, þvílíkur heiður. Reyndar fengum við allar stig í öllum kjörunum og þá líka á Ungfrú Fliss, Ungfrú Hjálpsöm, Ungfrú Sólskin og Ungfrú óþekk. Sem segir bara hvað við erum allar æðislegar :) Reyndar langaði fólki víst meira að kjósa mig Herra Háværan en það voru víst bara karlmenn gjaldgengir í þá herramanns kosningu. Ég fékk þrátt fyrir það heil 3 atkvæði. Soldið móðgandi, en jú doldið fyndið. Hvað get ég gert að því þótt mér liggi hátt rómur? AHeeeemmm. Þetta kemur beint úr móðurættinni og lítið við því að gera! Partýið leystist upp í vitleysu upp úr miðnætti í Singstar keppni þar sem enginn slapp við að spreyta sig. Þetta var helvíti fyndið og skemmtilegt þótt ég geti með engu móti munað hversu mörg þúsund stig ég náði mest. Þetta var jú allt í þágu liðsins. Man heldur ekki hvort mitt lið hafi unnið, enda var það aukaatriði borið saman við taktana og vel falska tóna eftir dágott bjór- og rauðvínssull.

Það voru tvær Gallupdömur sem tilkynntu óléttur í gærkvöldi, en í þessum félagsskap er það er orðinn árlegur siður að tilkynna slíkt. Til hamingju elskurnar! Ég fékk gæsahúð og tár í augun. Og smá pínu oggu ponsu abbótilfinningu. Hvað er eiginlega að manni? Maður á draumabarnið sem er alveg að gera sig hérna en langar mann samt í meira eða hvað er að gerast? Þvílík græðgi! Reyndar hefur mig langaði í margar svona litlar Verur allt frá því ég fékk hana fyrst í hendurnar. Það er bara svo erfitt eitthvað að skipuleggja framhaldslífið og fleiri börn þar með þegar allt er svo ljúft eins og það er. Á maður að hafa stutt á milli eða 4-5 ár? Ég meina, maður er ekki að byrja á þessu bara til að eignast eitt stykki. Ó, nó. Það liggur við að ég væri til bara right here right now, en um leið finnst mér eins og ég þurfi að "njóta" Verunnar einnar aðeins lengur. Og svo er ég að fara í þrítugsafmælisferð aldarinnar sumarið 2006 með THE girls svo þetta fellur um sjálft sig... ji, hvað lífið er allt í einu flókið!

Vera var sem sagt í næturpössun í fyrsta sinn síðastliðna nótt á meðan við djævuðum. Að vanta 5 daga í 9 mánuði, þvílík hetja þessi litla snúlla. Hún gisti hjá tengdó sem hefur jú reynsluna eftir 6 börn og 10 barnabörn. Það var ansi skrýtin tilfinning að skilja hana þarna eftir vitandi það að ég myndi ekki sjá hana aftur fyrr en daginn eftir. En mamman duldi tárin og drekkti bara sorgunum í rauðvíni. Ég var svo harðákveðin í að sofa út í morgun og njóta þess að þurfa "bara" að knúsa pabbann og finna mitt innra sjálf í þynnkunni og leggja móðureðlið til hliðar í nokkra klukkutíma en...það tókst í stuttu máli ekki. Ég var vöknuð kl. 8 og bylti mér og kuðlaðist í sænginni til að ganga 9 þegar ég skipaði Vigga að hringa í foreldra sína til að athuga með Veru. Sem hann og gerði. Og auðvitað var allt frábært og meiriháttar þar á bæ. En þá gátum við ekki beðið lengur, spruttum á fætur og í bakaríið að ná í þynnkugúmmelaði. Og það voru skemmtilegir endurfundir við Veruna. Hún setti upp grettubrosið og klappaði stöðugt af gleði. En var þó ansi sátt að vera að leika við afann á gólfinu í símaleik, en það er mjög spennandi leikur nú á dögum sem snýst um að Vera og leikfélaginn þykjast tala í símann. Já, sumt er bara skemmtilegra en annað!

Foreldrarnir voru þó ekki slappari en það að þeir héldu þetta líka skemmtilega Sumarkaffiboð á Hverfó í dag til að fagna sumardeginum fyrsta. Að hugsa sér að þetta er í alvörunnin sumardagurinn FYRSTI fyrir Veru! Það var fullt hús á tímabili og mikið sumarstuð. Boðið var upp á vöfflur from skrats og meððí og bleikar sumarmuffins. Það er svo gaman að hitta fólkið sitt svona og eta, drekka og tala um daginn og veginn. Ekkert uppstrílað eða formlegt, bara sommer sommer kúlheit og gleði.
Love it.
Gleðilegt sumar elskurnar mínar :)

Erla Sumarstúlka Blogspot.com

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker