<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 16, 2005

The morning after 

Ég var hreinlega búin að gleyma því hversu myglaður maður er eftir gott fyllerí. Já, mig langar núna mest til að leggja mig en það er víst ekki í boði með Veru þvílíkt spræka og káta. Höfuðverkur, magapína, síþreyta, lystarleysi og ljósfælni er það sem morguninn bar í skauti sér fyrir mig. Og það að þurfa að fara í ungbarnasund með ungann á heimilinu...var sko búin að gleyma því í gærkvöldi, sem betur fer!

Þetta fór nú allt vel fram, en bjórinn var góður og rauðvínið ekki síðra. Ég lenti ekki í blackouti og dansaði ekki upp á borðum. Ég man kvöldið þokkalega vel, enda ekki ennþá 17 ára að teygja ölið með röri til að finna áhrifin betur. Það er liðin tíð. Ég er móðir núna...Mér fannst gaman framan af, fórum á Thorvaldsen sem er víst inn í dag og þar sátum við og kjöftuðum og sötruðum. Svo þegar við fórum að dansa var greinilega eitthvað farið að renna af mér eða eitthvað, því allt í einu leið mér eins og ég væri komin á skólaball í menntó eða eitthvað álíka! Ég kannski bara kann ekki lengur að dansa. Eða djamma. Ég veit það ekki...en ég gat með engu móti fílað mig í takt við diskóremixið og syrpurnar. Reyndar virtist meðalaldurinn á Thorvaldsen vera í kringum 45 ár svo þetta var kannski meira eins og að vera á reunioni með mömmu eða eitthvað. Æ, veit það ekki, ég bara meikaði þetta ekki. Svo við röltum eitthvað um bæinn, kíktum á snobbstaðinn Rex og tókum pylsu með öllu (nema lítið af hráum og lítið af sinnepi) á Bæjarins bestu. Held í alvöru að það hafi bjargað kvöldinu svona undir lokin. Þá var tími til kominn að halda heim á leið í rándýrum taxa, en ég þurfti að taka á honum stóra mínum til að lognast ekki út af í honum á leiðinni heim. Það hefði verið frekar dapur endir á góðu kvöldi: "leigubílstjórinn bar mig upp að dyrum og viggi tók við mér, bar mig upp, háttaði mig og þreif upp æluna á gólfinu..."...kannski samt meira krassandi...! Þetta kemur hjá mér!

Þegar leið á kvöldið fann ég hvernig brjóstin uxu upp úr haldaranum með hverjum sopanum og á endanum var komin dágóður hjartsláttur í annað þeirra. Vera fékk svo áfengisblandaða brjóstamjólk í morgunsárið mömmunni til mikils léttis. Hún er svo hin sprækasta í dag eins og vanalega svo ég trúi því að ég hafi nú ekki gert henni neitt svakalega illt með þessu. Henni þykir sopinn góður eins og mömmunni!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker