<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Dagmömmurnar og ömmurnar 

Vera fór til dagömmanna í fyrsta sinn í gær. Er mamma í fleirtölu og eignarfalli með greini annars ekki mömmanna? Íslenskan alltaf jafn skrýtin og skemmtileg. Alla vega, Vera fór í gær og var með pabbanum í hálftíma að leika hjá dagmömmunum. Það gekk auðvitað súper trúper og ekki gekk það síður í morgun þegar hún hreinlega vinkaði pabbanum bless í faðmi annarrar dagmömmunnar. Hún er þá félagsVera eftir allt :)

Mér líst vel á þessar dagmömmur. Búnar að vera í bransanum í 12-15 ár og kunna til verka. Þær eru með sérstakt húsnæði undir starfsemina, sín 10 börn sem þar eru í dagvistun. Vinkona mín hér í vinnunni er með annað barnið sitt hjá þeim og sagði þeim góða söguna svo það voru nægileg meðmæli fyrir mig. Ég ætla að reyna eins og ég get að vera kúl áðí og treysta þeim fyrir englinum mínum...en lofa samt ekki að ég verði fyrst um sinn með spurningalistaflóð dauðans á þær eftir daginn. Ég meina, ætli mér finnist ekki erfiðara að slíta mig svona frá henni heldur en Veru finnst að fara frá mér... Á meðan hún er í kringum krakka og fær að leika með dót þá er hún sátt! Einfalt og gott líf :)

Það er 15 stiga hiti í Reykjavík og maður að komast í sumarfíling. Enda sumardagurinn fyrsti á næsta leiti. Maður kemst í svo sérstakt skap í svona sumar&sól vorfíling. Langar að skoppa á Esjuna og grilla pUlsur.

Annars eru þær fréttir helstar að amma Silla er lítt betri en þó eitthvað segja læknarnir sem samt eiga erfitt með að sjá í hvað stefnir. Alla vega er hún ekki verri þótt hún sé enn á gjörgæslu í lífshættu. Hin amman, amma Vala var hins vegar að greinast með lungnakrabba svo ekki er útlitið gott þar á bæ. Aumingja ömmurnar mínar. Vonandi að vorið og sumarið hressi þær við eins og mig.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker