<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Vera hálfs árs 

Já, hún Vera á afmæli í dag! Er orðin 6 mánaða = hálfs árs. Jedúddi, maður er bara farinn að telja í árum! Hálfs ÁRS. Ég hlakka mikið til að halda upp á "alvöru" afmælið hennar þegar hún verður eins árs, þvílíkt stuð. Ætla að gera stóra bleika fiðrildaafmælissúkkulaðiköku með banana og vanillukremi, skreytta með nammi handa henni (og okkur hinum...amminamm). Gerði svoleiðis á síðast afmælinu mínu og hún sló í gegn. Já, mig langaði í fiðrildaköku - er eitthvað að því?

Vera er ennþá slöpp. Er veik á afmælinu sínu. Við erum ekkert búnar að fara út í bráðum viku núna og ég er að verða geggjuð af inniveru með Veru (haha). Hún hreinlega verður að vera hitalaus á morgun, annars sæna ég mig sjálf inn á Klepp. Er bara ekki svona innimanneskja endalaust. Veit að Vera er að gera sitt besta í öllum hóstanum og horinu. Hún er farin að líta mig illu auga bara þegar einhvers konar hvítur pappír er nálægur = SNÝTIPAPPÍR. Hún meikar ekki að láta þurrka á sér nefið. Gera það nokkur börn? Held ekki.

Annars er tíminn með veiku Veru búinn að vera ágætur. Pabbinn var veikur líka fyrst um sinn svo hann var heima og ég hjúkraði tveimur sjúklingum (þvílíkt vinsæl). Svo keyptum við okkur áskrift að Stöð2 á föstudaginn til að þurfa ekki enn einu sinni að horfa á Idolið ruglað. Vorum að mygla úr leiðindum hér heima svo við splæstum í áskrift. Er svo að komast að því núna að ég horfi aldrei á neitt af þessu. Sjónvarpið er einhvern veginn ekki það sem ég hangi yfir þótt ég hafi ekkert að gera. Fer frekar í tölvuna eða tek til í kofanum. Já, af nógu er að taka í heimilisstörfunum. Fengum svo heimsókn á laugardagskvöldið og fengum þær frábæru fréttir að Vera mun eignast frænku (go stelpur!) næsta sumar. Frjósemin í Helgasonættinni er að gera sig. Á sunnudaginn var svo pönnukökukaffi fyrir vini sem kíktu og svo í dag komu vinkonur mínar í kaffi í dag, þ.e. þær komu með kaffið sjálfar sem er alltaf svo frábært. Maður bara borðar veitingarnar sem komu í hús og spjallar saddur og sæll. Ein okkar sem býr í Danmörku er á landinu í smá fríi og það var gaman að hitta hana. Merkilegt hvað manni finnst alltaf eins og maður hafi sést í gær þegar við hittumst aftur. Þannig er það held ég bara með ekta vinskap. Skiptir ekki máli hvað þú ert lengi frá, þú getur alltaf komið aftur án þess að það sé stirt eða abó. Bara hæ hvað segirðu og kissí kissí og allt er eins og var.

Svo það hefur verið nóg um að vera hér á H6 og framundan undirbúningur fyrir árshátíð matarklúbbsins Smjatt sem verður haldin hér á laugardaginn. Elska að halda veislur. En viðurkenni að það er þó nokkuð meira mál nú þegar Vera er meðal vor en áður. Tíminn er bara öðruvísi með Veru. T.d. kúkaði hún 6 sinnum í dag, hvað ætli það hafi farið mikill tími í að skipta á henni? Og að gefa henni að borða, þessum litla klaufa, tekur ennþá 40 mínútur í hvert sinn. Og svo brjóst og leika og knúsa og svæfa. Já, tími til annarra hluta en að sinna Verunni er ekki mikill. En mér tekst samt að halda matarboðið. Skal.

Svo er ég ásamt fleirum að plana árshátíð vinnunnar. Geri það svona í hjáverkum. Finnst ágætt að virkja heilann svona dálítið og plana og upphugsa hluti í kringum þetta. Finnst ég vera að gera eitthvað svaka merkilegt. Nefndin með mér er þrusufólk svo þetta á eftir að vera gott djæv. Þemað er þrusugott og hægt að leika sér slatta með það. Má ekki segja... Vildi að ég gæti bara leyft mér að detta ærlega í það og gleyma stað og stund í smá tíma... en litla Veran kemur enn í veg fyrir það. Kann ekki á pela, heldur að hann sé dót og nagar hann bara og leikur sér með hann. Glas, stútkanna, rör, staup virkar heldur ekki svo brjóstið er ennþá málið. Nokkur rauðvínsglös munu samt sem áður án efa renna ljúflega niður. Vera fer södd og sæl að sofa og drekkur ekkert fyrr en daginn eftir svo þetta er ekki svo alvarlegt. Ha, er ég (byttan) að réttlæta þetta fyrir mér?
Sjáum til.


Alla vega -

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Vera
hún á afmæli í dag

Hún er hálfs árs í dag
Hún er hálfs árs í dag
Hún er hálfs árs hún Vera
Hún er hálfs árs í dag

Veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker