föstudagur, janúar 14, 2005
Sitjandi Vera!
Vera Víglunds er farin að sitja upprétt! Já, 13. janúar (í gær) er dagurinn mikli sem það allt í einu gerðist! Nú er hún officially orðin stór stelpa. Bara situr og leikur sér! Við vorum í svona mömmukaffi/hittingi í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í gær þegar hún bara allt í einu tók upp á því að halda fínu jafnvægi og sitja alveg sjálf. Þvílíkur merkisatburður í lífi mínu! Oh, þetta er svo gaman :)
Hvað kemur næst? Tennur (ok, grátur og andvökunætur en hei... tvær sætar tennur í brosinu hennar bæta það alveg upp!), skríða (og ég að elta - byrgja alla stiga og fjarlægja smádót af gólfi.. no prob), fleiri tennur, standa upp, hár (??!), "mamma", "pabba"...oh, ég á eftir að bráðna þegar það kemur! Já, það er gaman að þessu.
Annars er Stokkhólmur á næsta leiti (oh, man aldrei hvaða "leiti er með ufsiloni og hvaða ekki... og ég sem er/var svo góð í stafsetningu!). Förum í lok febrúar. Verð að segja að ég hafði aldrei svo mikið sem pælt í að fara til Stokkhólms, sú ábyggilega ágæta borg hefur ekki verið á lista yfir spennandi staði til að heimsækja - þar til núna. Köben hefur einhvern veginn alltaf verið fyrir Stokkhólmi. Íslendingar eru jú Köbensjúkir í meira lagi. En eftir að hún Dódó frænka og Skarpi frændi fluttu til Stokkhólms(hann reyndar fæddist þar...) hefur mig langað að fara þangað. Halldóra hefur þvílíkt lofað borgina og er nú þegar búin að plana túristarúnt fyrir okkur um borgina. Hún fer líka að flytja heim blessunin (pressa pressa pressa...) svo hún þarf sjálf að taka túristarúntinn áður en hún hverfur á braut. Reyndar koma Dódó og Skarpi í næstu viku og verða í 2 vikur. Svo eftir það förum við til þeirra.
Fínt að nota þetta orlof (sem styttist eins og óð fluga) til að ferðast aðeins slatta. Brettaferð til Akureyrar með fullt af brettavinum er líka á döfinni very soon. Við FORELDRARNIR (vá, er foreldri!) skiptumst bara á að renna með Veru á snjóþotu. Eða réttara sagt kannski heldur að sitja yfir henni sofandi í vagninum. Eða sitja yfir henni SITJANDI :) Dulea deppa. Maður verður nú að fá að taka eina almennilega brettaferð í snjóþyngsta vetri Akureyrar síðan 1995. Jebb, það var sagt í fréttunum í gær - og ég fékk bara í magann. Þeir sem hafa ekki ennþá rennt sér á bretti fari strax í dag og prófi. Þetta er engu líkt. Fílingurinn er ólýsanlegur og kitlið og kikkið. Og svo er þetta svo auðvelt. Maður lærði þetta á 2 dögum. Reyndar í Sviss í besta færi og veðri sem hægt er að hugsa sér. Bláfjöllin gera þó alveg sitt ef maður er bara bjartsýnn og gefur þeim sjéns. Ég man samt einu sinni þegar við Viggi komum frá Sviss eitt vorið, eftir að hafa unnið í Ölpunum í þónokkurn tíma og rennt okkur eins og vitleysingar við hvert tækifæri, þá fórum við í Bláfjöllin full eftirvæntingar. Eftir eina ferð í stólinn datt mórallinn alveg niður og ég settist niður með tárin í augunum og drakk kakóið mitt snöktandi. Fjöllin eru svo lág! Maður bíður í röð í klukkutíma og rennur sér niður á innan við mínútu. Þetta er ekki sama fúttið og Alparnir en Akureyrarsvæðið fer ansi nálægt því á góðum degi. Svo skellið ykkur þangað.
Sjáumst (SITJANDI!) á Akureyri og í Stokkhólmi!
Í fyrsta sinn sitjandi alveg sjálf í mömmukaffinu í gær. Hún stendur sig stelpan!
Hvað kemur næst? Tennur (ok, grátur og andvökunætur en hei... tvær sætar tennur í brosinu hennar bæta það alveg upp!), skríða (og ég að elta - byrgja alla stiga og fjarlægja smádót af gólfi.. no prob), fleiri tennur, standa upp, hár (??!), "mamma", "pabba"...oh, ég á eftir að bráðna þegar það kemur! Já, það er gaman að þessu.
Annars er Stokkhólmur á næsta leiti (oh, man aldrei hvaða "leiti er með ufsiloni og hvaða ekki... og ég sem er/var svo góð í stafsetningu!). Förum í lok febrúar. Verð að segja að ég hafði aldrei svo mikið sem pælt í að fara til Stokkhólms, sú ábyggilega ágæta borg hefur ekki verið á lista yfir spennandi staði til að heimsækja - þar til núna. Köben hefur einhvern veginn alltaf verið fyrir Stokkhólmi. Íslendingar eru jú Köbensjúkir í meira lagi. En eftir að hún Dódó frænka og Skarpi frændi fluttu til Stokkhólms(hann reyndar fæddist þar...) hefur mig langað að fara þangað. Halldóra hefur þvílíkt lofað borgina og er nú þegar búin að plana túristarúnt fyrir okkur um borgina. Hún fer líka að flytja heim blessunin (pressa pressa pressa...) svo hún þarf sjálf að taka túristarúntinn áður en hún hverfur á braut. Reyndar koma Dódó og Skarpi í næstu viku og verða í 2 vikur. Svo eftir það förum við til þeirra.
Fínt að nota þetta orlof (sem styttist eins og óð fluga) til að ferðast aðeins slatta. Brettaferð til Akureyrar með fullt af brettavinum er líka á döfinni very soon. Við FORELDRARNIR (vá, er foreldri!) skiptumst bara á að renna með Veru á snjóþotu. Eða réttara sagt kannski heldur að sitja yfir henni sofandi í vagninum. Eða sitja yfir henni SITJANDI :) Dulea deppa. Maður verður nú að fá að taka eina almennilega brettaferð í snjóþyngsta vetri Akureyrar síðan 1995. Jebb, það var sagt í fréttunum í gær - og ég fékk bara í magann. Þeir sem hafa ekki ennþá rennt sér á bretti fari strax í dag og prófi. Þetta er engu líkt. Fílingurinn er ólýsanlegur og kitlið og kikkið. Og svo er þetta svo auðvelt. Maður lærði þetta á 2 dögum. Reyndar í Sviss í besta færi og veðri sem hægt er að hugsa sér. Bláfjöllin gera þó alveg sitt ef maður er bara bjartsýnn og gefur þeim sjéns. Ég man samt einu sinni þegar við Viggi komum frá Sviss eitt vorið, eftir að hafa unnið í Ölpunum í þónokkurn tíma og rennt okkur eins og vitleysingar við hvert tækifæri, þá fórum við í Bláfjöllin full eftirvæntingar. Eftir eina ferð í stólinn datt mórallinn alveg niður og ég settist niður með tárin í augunum og drakk kakóið mitt snöktandi. Fjöllin eru svo lág! Maður bíður í röð í klukkutíma og rennur sér niður á innan við mínútu. Þetta er ekki sama fúttið og Alparnir en Akureyrarsvæðið fer ansi nálægt því á góðum degi. Svo skellið ykkur þangað.
Sjáumst (SITJANDI!) á Akureyri og í Stokkhólmi!
Í fyrsta sinn sitjandi alveg sjálf í mömmukaffinu í gær. Hún stendur sig stelpan!
Comments:
Skrifa ummæli