<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 16, 2005

Nýju fötin feita keisarans 

Jæja, þá er Vera farin að skríða... nei, bara djók. Það er alveg nóg að kunna að sitja 5 1/2 mánaða! Ég er svo stolt af stelpunni. Og hún er líka þvílíkt montin af sér svona sitjandi. Allt í einu lítur heimurinn allt öðruvísi út. Hún sér nýja hluti sem hún vill grípa í og vill helst ekki liggja lengur. Þvílíka pæjan.

Alla vega. Ætlaði mér ekkert endilega að skrifa um Veru. Annars fórum við Vera í ungbarnasund í morgun og Vilborg vinkona var staðgengill Vigga sem var að vinna. Það gekk svona líka ljómandi. Þetta var næstsíðasti tíminn og Vera er í alvörunni farin að stinga sér í kaf! Maður heldur henni svona beinni á iljunum og hendir henni bókstaflega upp í loftið og ofan í með hausinn fyrst! Alveg magnað. Get varla beðið eftir að fara svo á framhaldsnámskeiðið næsta sumar.

Alla vega, þetta var heldur ekki það sem ég ætlaði að segja hér. Á námskeiðinu var ein mamma með dóttur sína 7 mánaða í sundi. Og mamman var svo þvengmjó og flott gella að það hálfa væri nóg. Hún var með sixpack og allt!! Ég bara trúði ekki mínum eigin augum. Hvernig fer hún að þessu? Af hverju er ég ekki svona? Ég hélt virkilega í einfeldni minni að ég myndi verða eins og ég var áður en ég varð ólétt mjög stuttu eftir barnsburð. Ég væri bara þannig týpa. En neibb og neibbs. Ekki ég. Lærin eru bara ekki að gefa sig. Og mittið er kassótt. Og ég er komin með síðuspik til að vera. Ok, brjóstin breytast aðeins en ég hef engar áhyggjur af því með push up og svona nútímareddingatól...en öðru máli gegnir um pokann á maganum, hrukkurnar á lærunum og handföngin í mittinu á mér. Ég er komin með svona kellingarlíkama.

Ég þarf deffinettlí að fara að taka Laugar með trompi. Bara nenni því ekki. Hugurinn er bara ekki stilltur inn á það! Ég byrja þegar ég byrja í vinnunni. Hlýt að komast af og til í hádeginu og um helgar. Annars datt mér í hug að kaupa mér svona magarafstuðsbelti sem maður bara fær sixpack af á nó tæm án þess að þurfa að gera magaæfingar. Maður bara sest niður og setur beltið á sig og horfir á sjónvarpið. Very nice líkamsrækt. Ég meina af hverju ekki? Og svo væri hægt að rafstuða lærin í laumi inn á milli. Ég held í alvöru að ég splæsi í svona apparat. Auglýsingarnar sýna þvílíka virkni og varla eru þær photosjoppaðar. Ha, ég orðin klikk... já, kannski. Eða bara löt. Eða bara þreytt á því að passa ekki í gallabuxurnar mínar sem ég elskaði fyrir óléttu. Eða leddararnir mínir.... var nýýýýýbúin að kaupa flottustu leðurbuxurnar í bænum þegar bumban fór að vaxa. Og þá var þeim lagt. Snökt, sakna þeirra. Mátaði þær áðan og ég kem þeim svona upp á mið læri. Næstum því alveg upp með herkjum. Gæti í mesta lagi farið í þeim út í hálftíma kokteilboð þar sem maður þarf ekki að setjast niður. En þá gæti ég ekki sest í bílinn... problem. Spurning um að kaupa bara aðrar númeri stærri. Í alvöru, ég nenni ekki að bíða eftir þessu! Já, ég hef aldrei verið talin sérstaklega þolinmóð.

Ég geri mér auðvitað alveg grein fyrir því að maður verður kannski aldrei alveg eins og áður. Og so what með þá gleði sem Veran gefur mér. Innst inni er maður samt alveg til í að vera flottur og fitt. Ég veit, ég mixa öllum bestu grenningarhugmyndunum saman og athuga hvað gerist á næstu 2 mánuðum. Minnka nammið, einu sinni á diskinn, drekka meira vatn, byrja aftur í Laugum (thats a start!), labba meira úti með Veru og kaupa magarafstuðsbelti fyrir fulltafpeningum. Ef það virkar ekki fram að vori þá kaupi ég ný föt fyrir keisaradömuna mig :) Díll.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker