<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 03, 2005

Mömmuklúbburinn 

Við höfum hist reglulega saman þrjár stelpur úr Gallup sem erum í fæðingarorlofi. Ein átti í maí, ég í júli og sú þriðja í byrjun október. Við höfum hist einu sinni í viku í lönsh heima hjá hvorri annarri eftir að síðasta barnið fæddist og mömmast saman. Sá tími hefur verið frábær. Svo gott að bera saman barnabækur sínar og hitta aðrar mömmur í sem eru að pæla í nákvæmlega sömu hlutum og maður sjálfur. Sú sem átti í maí var að eignast sitt annað barn og veit ALLT sem maður þarf að vita um börn og barnauppeldi og við hinar tvær, frumbyrjurnar, höfum staðið á útopnu við að spyrja hana um hitt og þetta. Sem er frábært. Þessi mömmulönsh hefur staðið frá hádegi og fram eftir degi og það hafa verið fjörugir tímar. Stundum höfum við náð að skrafa saman og kjafta á meðan aðrir mömmudagar hafa farið einungis í að sinna börnunum, skipta á, gefa, út í vagn, leika, hugga og svo framvegis. En það hefur verið jafn gaman að hittast fyrir það. Gott að gera "ekki neitt" saman í stað þess að gera það allar í sitt hvoru horninu.

Nú er ein okkar svo farin að vinna. Mætti í vinnuna aftur í dag eftir orlofið. Úff púff, fæ bara í magann við að hugsa um það! Leyfið búið og pabbinn tekinn við. Brjóstagjöfin hætt og barnið farið að sitja og borða og þarf ekki lengur mömmuna eins nauðsynlega og áður. Soldið sorglegt en um leið ákveðið frelsi get ég ímyndað mér. Við tvær sem eftir erum í klúbbnum höldum áfram að hittast með krílin okkar og uppgötva barnaþroskann og lífið saman einu sinni í viku. Mömmuklúbburinn verður ekki sá sami, en við gerum okkar besta í að halda uppi mömmumóralnum í vetrarmyrkrinu.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker