<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 09, 2005

Meira jepp, afmæli og söknuður 

Fyrir áhugasama jeppakalla og kellingar eru hér myndir á Jeppalúðablogginu okkar úr annarri jeppaferð sem Viggi og fleiri (brósi, Daddi, Unni, Helga, Lena) fóru í á Landanum og Krúsernum um helgina. Sjálf var ég aðeins með í anda...snökt. Naut lífsins í bænum á meðan og knúsaði Veru í spað. Vá hvað maður getur kjassast og knúsast í þessum krílum endalaust. Namminamm.

Annars átti gamli kallinn afmæli þann 7. Æ,æ,æ, þetta fer að styttast hjá honum. Hann fékk margt skemmtilegt í afmælisgjöf t.d. reipi til að draga aðra bíla (neibb, ekki til að láta draga sig... festir sig aldrei) - vei! Og loftdælu til að pumpa í dekkin á kagganum þegar búið er að hleypa úr á snjóugum fjöllunum :/ - Þvílíkar gjafir, en hann var í skýjunum. Ég og Vera vorum á aðeins öðrum nótum og gáfum honum eina tískuflík = bol, eitt útivistardót = (ís)klifurhjálm fyrir námskeiðið sem við gáfum honum í jólagjöf og eitt sem mig langaði sjálfri í (pössum sko í sömu fötin...) = Nike flísbuxur. Við Vera sem sagt slógum í gegn.

Á afmæliskvöldinu fórum við svo í leikhús með fleira fólki og sáum "Þetta er allt að koma" eftir bókinni hans Hallgríms Helga í leikstjórn Baltasars. Fyrir ykkur sem ekki hafið nú þegar séð þetta stykki mæli ég hiklaust með því. Ef þið viljið sjá öðruvísi húmor en maður hefur hingað til séð á leiksviði þá verðið þið að drífa ykkur. Leikritið hélt athyglinni allan tímann og maður hló mikið. Þetta voru miklir orðaleikir eins og Hallgrímur er snillingur í að gera og húmorinn var á köflum súrari en hjá Audda og Sveppa í 70 mínútum. Sem sagt snilld.

Nú er mútta aftur farin í Germaníu og við söknum hennar strax. Fyrir utan hvað var gaman að hafa hana in general þá var amman svo dugleg að passa Veru og við Viggi nýttum okkur það, fórum í bíó og leikhús og heimsókn og alles. Hefur ekki gerst lengi. Höfum alveg verið að fara út, en ekki nema í sitthvoru lagi! Ef einhver býður sig fram til að passa Veruna við tækifæri vinsamlega hringið í síma 555-5555.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker