<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 22, 2005

Fyrsta flensan 

Vera er veik. Fékk sína fyrstu flensu í gærmorgun, greyið litla múslan. Ég vorkenni henni ekkert smá. Að vera svona lítil og ósjálfbjarga með nærri 40 stiga hita og hósta og kvef...úff. Fyrsta "andvökunóttin" kom í kjölfar flensunnar, sl. nótt og mamman og pabbinn stóðu sig vel þar. Hef aldrei heyrt Veru gráta svona mikið, ekki einu sinni þegar hún fékk í eyrun 3 mánaða gömul. En þetta er svona máttlaus veiklulegur grátur. Veit greinlega ekkert hvað er að gerast, er án efa með beinverki og hita og hausverk eins og maður er sjálfur þegar maður er veikur. Það á ekki að leggja svona á þessi litlu kríli. Æj, maður vill bara gera allt sem maður getur til að henni líði vel. Finnst hún vera aðeins að hressast núna seinnipartinn, er alla vega aðeins að leika sér og brosti til mín áðan og svona. Vonandi batnar henni sem fyrst.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker