laugardagur, desember 04, 2004
Til hamingju Embla!
Þá er hún Embla vinkona og Gunni maðurinn hennar orðin mamma og pabbi, en þeim fæddist lítill strákur í morgun. Til hamingju! Þá erum við orðnar tvær í átta stelpna vinkvennahóp úr MH sem höfum lagt í þessa hamingju. Hinar koma á endanum someday. Við bíðum bara rólegar, það er engin pressa (koma svo!).
Annars vorum við að syngja í Hafnarborg á tónleikum sem kallast "syngjandi jól". Þetta tekur víst allan daginn, en það syngja allir kórar í Hafnarfirði einu sinni yfir daginn, byrjar á leikskólakrökkum og endar á gamla liðinu. Við vorum best og unnum. Nú, var þetta ekki keppni?
Mér fannst kór eldri borgara samt bestur. Alla vega krúttlegastur. Þau voru öll eins klædd í svona júníformi einhvern veginn. Röddin breytist auðvitað heilmikið með árunum og þetta hljómaði heldur gamlingjalega (enda gaaaaamalt lið í kórnum), en þetta var svo sætt eitthvað. Ég hugsaði bara með mér að ég ætlaði sko að vera í svona kúl kór þegar ég verð orðin göööömul. Vonandi.
Annars vorum við að syngja í Hafnarborg á tónleikum sem kallast "syngjandi jól". Þetta tekur víst allan daginn, en það syngja allir kórar í Hafnarfirði einu sinni yfir daginn, byrjar á leikskólakrökkum og endar á gamla liðinu. Við vorum best og unnum. Nú, var þetta ekki keppni?
Mér fannst kór eldri borgara samt bestur. Alla vega krúttlegastur. Þau voru öll eins klædd í svona júníformi einhvern veginn. Röddin breytist auðvitað heilmikið með árunum og þetta hljómaði heldur gamlingjalega (enda gaaaaamalt lið í kórnum), en þetta var svo sætt eitthvað. Ég hugsaði bara með mér að ég ætlaði sko að vera í svona kúl kór þegar ég verð orðin göööömul. Vonandi.
Comments:
Skrifa ummæli