mánudagur, desember 13, 2004
Bissí mom
Já, ég hef verið bissí mom undanfarið og hef því hreinlega ekki haft tíma til að blogga. Ég veit því eiginlega ekki hvar ég á að byrja!
Jú, kannski bara á byrjuninni.
Síðari tónleikar kórsins míns tókust svakalega vel á miðvikudagskvöldið var. Við sungum fyrir fullu húsi og í þetta sinn náði ég að halda tárunum inni. En það var bara af því ég var sérstaklega búin að æfa mig í því! Já, maður er hrifnæmur og væminn eins og ég er búin að viðurkenna hér áður. Samt líka töffari. Sleppi þeim titli ekki svo glatt. Nú er svo frí í kórnum fram yfir áramót og þá hefjast ný verkefni. Jazz og svo blús. Þvílíkt skemmtilegt og spennandi. Vera fór í pössun á meðan mamman söng og pabbinn píndist við að hlusta á hana. Það var í fyrsta sinn sem daman fór svona lengi í pössun í einu, hún var í pössun í heila tvo og hálfan tíma og geri aðrir betur! Ég var viss um að hún myndi standa á öskrinu allan tímann og flýtti mér svo mikið eftir tónleikana að ég rann þvílíkt á rassgatið þegar ég þeysti eins og paranojd mamma út í bíl að sækja aumingja barnið. En þá hafði ekki heyrst múkk í minni. Svo það er kannski bara mamman sem stendur á öskrinu í heilanum á meðan hún er í pössun...
Á fimmtudagskvöldinu var svo hin árlega jólamáltíð matarklúbbsins míns sem heitir Smjatt. Við smjöttum bæði á mat og kjaftasögum. Í þetta sinn var það aðallega matur. Það kom í minn hlut að sjóða hangikjötið og húsið ilmar enn af því. Svo það bætti aðeins meira í jólafílinginn sem ég talaði áður um hér. Reyndar er ég síðan þá búin að fara í Garðheima og missa mig þar í jólalandi dauðans. Keypti bara og keypti eins og brjáluð kona. Aðallega lifandi blóm og greinar. Þetta verða svona lifandi jól hjá mér í ár. Og svo keyptum við jólatréð áðan og jólagjafirnar í gærkvöldi svo þetta er bara hið besta jólamál. Skál! Gvuð hvað ég hlakka til að leyfa Veru að skreyta jólatréð þegar hún fer að hafa vit á því. Ég elska svona hrikalega óstílíseruð jólatré a la börn.
Nú, Smjatti fór vel fram. Við erum 8 stelpur úr MH í þessum klúbbi en þær eru mínar bestu vinkonur í dag. Við stofnuðum matarklúbbinn Smjatt eftir útskrift til að passa að missa ekki sambandið. Og það tókst. Sambandið slitnar aldrei, þrátt fyrir að einhver okkar er alltaf úti í útlöndum. Það er afar sjaldan sem við náum að hittast allar átta. En það kemur ekki þannig að sök. Þær sem vantar eru með í anda og þegar þær koma er eins og þær hafi aldrei farið. Þetta eru mínar bestu vinkonur og án þeirra gæti ég hreinlega ekki lifað! Dagsatt! Við vorum fimm saman á fimmmtudaginn og það var bara yndislegt. Eitthvað hefur þó dalað í drykkjuklúbbnum Sötr undanfarið, en hann lifi þrátt fyrir það. Heyr, heyr. Við berjumst fram í síðasta áfengisdropann. Erum bara bissí núna í öðru sko.
Á föstudaginn hitnaði svo heldur betur í kolunum þar sem jólaglögg IMG fór fram. Júbb, mín var með Stjórninni að skipuleggja það. Og það var þrusu vel heppnað þótt ég segi sjálf frá. Þvílíkt stuð að hætti IMGara. Það er óhætt að segja að þeim finnist gaman að djæva. Sem betur fer! Ekki myndi ég nenna að vinna á geldum og uppþornuðum stað þar sem enginn væri glöggur. Ó, nei. Skemmtiatriði kvöldsins var frumsýning á þeirri stórkostlegu heimildamynd um Homo Sapiens IMGus með Sör Ævari Attenborough. Þrusumynd eftir þrusuhandritahöfunda (maður ætti kannski að leggja þetta fyrir sig?? Hvað ætla ég að verða þegar ég er orðin stór? Tja, tja og sei, sei). Ég þurfti reyndar að fara heim og gefa Veru óþekku sem vildi ekki fara að sofa á milli glöggs og balls, en ég lét það ekki slá mig út af laginu og djævaði fram á nótt. Þetta er allt að koma hjá mömmunni!
Helgin fór svo í eitthvað rugl hjá mér, jólakaupsfyllerí (gott að geta farið á eitthvað fyllerí!). Samt ekki í jólahreingerningu eða tiltekt svo ég veit eiginlega ekki hvað ég var að gera. Dóla mér. Mömmur þurfa stundum að dóla sér þrátt fyrir pakkaða dagskrá. Náði loks að kveikja á aðventukransinum í gærkvöldi og þá voru 3 kerti tendruð í einu. Þvílíkt skipulagsleysi og skömm! Aldrei aftur! Skrifaði svo 50 jólakort og komst að því að ég veit ekki hvar neinn sem ég þekki á heima. Þarf að fletta öllum upp!
Annars er aðalfréttin sú að Kolla og Aron vinir okkar tilkynntu í vikunni fyrirhugað brúðkaup sitt næsta sumar. Og það sem meira er, Erla og Viggi verða veislustjórar! Tökum það hlutverk að okkur með þökkum. Spurning um að fara bara að opna Veislustjóraþjónustu Erlu? Ég sagði þeim að ég skyldi sjá um skipulagið en Viggi um brandarana. Þau voru sátt við það. Þannig erum við. Okkur ógifta parinu hlýtur að takast þetta með sæmd. Kannski að þetta smiti Viggan alla vega örlítið. Ég meina, hversu marga brúðarvendi þarf ég að grípa í viðbót Viggi minn? Ég er orðin þreytt á því að allir séu að uppnefna mig piparjónku og hjónaleysi og svoleiðis. Bara get ekki þolað það lengur. SNÖKT.
Nei, heyrðu mig nú, kveldúlfur er kominn í kerlinguna mína svo ég býð bara góða nótt.
Jú, kannski bara á byrjuninni.
Síðari tónleikar kórsins míns tókust svakalega vel á miðvikudagskvöldið var. Við sungum fyrir fullu húsi og í þetta sinn náði ég að halda tárunum inni. En það var bara af því ég var sérstaklega búin að æfa mig í því! Já, maður er hrifnæmur og væminn eins og ég er búin að viðurkenna hér áður. Samt líka töffari. Sleppi þeim titli ekki svo glatt. Nú er svo frí í kórnum fram yfir áramót og þá hefjast ný verkefni. Jazz og svo blús. Þvílíkt skemmtilegt og spennandi. Vera fór í pössun á meðan mamman söng og pabbinn píndist við að hlusta á hana. Það var í fyrsta sinn sem daman fór svona lengi í pössun í einu, hún var í pössun í heila tvo og hálfan tíma og geri aðrir betur! Ég var viss um að hún myndi standa á öskrinu allan tímann og flýtti mér svo mikið eftir tónleikana að ég rann þvílíkt á rassgatið þegar ég þeysti eins og paranojd mamma út í bíl að sækja aumingja barnið. En þá hafði ekki heyrst múkk í minni. Svo það er kannski bara mamman sem stendur á öskrinu í heilanum á meðan hún er í pössun...
Á fimmtudagskvöldinu var svo hin árlega jólamáltíð matarklúbbsins míns sem heitir Smjatt. Við smjöttum bæði á mat og kjaftasögum. Í þetta sinn var það aðallega matur. Það kom í minn hlut að sjóða hangikjötið og húsið ilmar enn af því. Svo það bætti aðeins meira í jólafílinginn sem ég talaði áður um hér. Reyndar er ég síðan þá búin að fara í Garðheima og missa mig þar í jólalandi dauðans. Keypti bara og keypti eins og brjáluð kona. Aðallega lifandi blóm og greinar. Þetta verða svona lifandi jól hjá mér í ár. Og svo keyptum við jólatréð áðan og jólagjafirnar í gærkvöldi svo þetta er bara hið besta jólamál. Skál! Gvuð hvað ég hlakka til að leyfa Veru að skreyta jólatréð þegar hún fer að hafa vit á því. Ég elska svona hrikalega óstílíseruð jólatré a la börn.
Nú, Smjatti fór vel fram. Við erum 8 stelpur úr MH í þessum klúbbi en þær eru mínar bestu vinkonur í dag. Við stofnuðum matarklúbbinn Smjatt eftir útskrift til að passa að missa ekki sambandið. Og það tókst. Sambandið slitnar aldrei, þrátt fyrir að einhver okkar er alltaf úti í útlöndum. Það er afar sjaldan sem við náum að hittast allar átta. En það kemur ekki þannig að sök. Þær sem vantar eru með í anda og þegar þær koma er eins og þær hafi aldrei farið. Þetta eru mínar bestu vinkonur og án þeirra gæti ég hreinlega ekki lifað! Dagsatt! Við vorum fimm saman á fimmmtudaginn og það var bara yndislegt. Eitthvað hefur þó dalað í drykkjuklúbbnum Sötr undanfarið, en hann lifi þrátt fyrir það. Heyr, heyr. Við berjumst fram í síðasta áfengisdropann. Erum bara bissí núna í öðru sko.
Á föstudaginn hitnaði svo heldur betur í kolunum þar sem jólaglögg IMG fór fram. Júbb, mín var með Stjórninni að skipuleggja það. Og það var þrusu vel heppnað þótt ég segi sjálf frá. Þvílíkt stuð að hætti IMGara. Það er óhætt að segja að þeim finnist gaman að djæva. Sem betur fer! Ekki myndi ég nenna að vinna á geldum og uppþornuðum stað þar sem enginn væri glöggur. Ó, nei. Skemmtiatriði kvöldsins var frumsýning á þeirri stórkostlegu heimildamynd um Homo Sapiens IMGus með Sör Ævari Attenborough. Þrusumynd eftir þrusuhandritahöfunda (maður ætti kannski að leggja þetta fyrir sig?? Hvað ætla ég að verða þegar ég er orðin stór? Tja, tja og sei, sei). Ég þurfti reyndar að fara heim og gefa Veru óþekku sem vildi ekki fara að sofa á milli glöggs og balls, en ég lét það ekki slá mig út af laginu og djævaði fram á nótt. Þetta er allt að koma hjá mömmunni!
Helgin fór svo í eitthvað rugl hjá mér, jólakaupsfyllerí (gott að geta farið á eitthvað fyllerí!). Samt ekki í jólahreingerningu eða tiltekt svo ég veit eiginlega ekki hvað ég var að gera. Dóla mér. Mömmur þurfa stundum að dóla sér þrátt fyrir pakkaða dagskrá. Náði loks að kveikja á aðventukransinum í gærkvöldi og þá voru 3 kerti tendruð í einu. Þvílíkt skipulagsleysi og skömm! Aldrei aftur! Skrifaði svo 50 jólakort og komst að því að ég veit ekki hvar neinn sem ég þekki á heima. Þarf að fletta öllum upp!
Annars er aðalfréttin sú að Kolla og Aron vinir okkar tilkynntu í vikunni fyrirhugað brúðkaup sitt næsta sumar. Og það sem meira er, Erla og Viggi verða veislustjórar! Tökum það hlutverk að okkur með þökkum. Spurning um að fara bara að opna Veislustjóraþjónustu Erlu? Ég sagði þeim að ég skyldi sjá um skipulagið en Viggi um brandarana. Þau voru sátt við það. Þannig erum við. Okkur ógifta parinu hlýtur að takast þetta með sæmd. Kannski að þetta smiti Viggan alla vega örlítið. Ég meina, hversu marga brúðarvendi þarf ég að grípa í viðbót Viggi minn? Ég er orðin þreytt á því að allir séu að uppnefna mig piparjónku og hjónaleysi og svoleiðis. Bara get ekki þolað það lengur. SNÖKT.
Nei, heyrðu mig nú, kveldúlfur er kominn í kerlinguna mína svo ég býð bara góða nótt.
Comments:
Skrifa ummæli