<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 21, 2004

Bakarameistarinn ég 

Ég er bakarameistari. Komst að því um helgina. Þá tókum við Kolla vinkona okkur til og bökuðum fyrir jólin eins og brjálaðar konur. Skinkuhorn, jólabrauð, sörur, Ömmu Völukökur, piparkökur og lakkrísmarengstoppar voru afrakstur dagsins. Jú, þetta tók okkur heilan dag en þetta var frábær dagur. Við vorum ýkt óskipulagðar til að byrja með en svo bara small þetta og við röðuðum kökunum í ofninn. Og knúsuðum Veru inn á milli. Þvílíkur og annar eins bakstur hefur ekki sést á þessu heimili. Við spiluðum jólatónlist undir látunum og komum okkur í jólafíling. Og það tókst bærilega. Ég alla vega hlakka alveg þokkalega til jólanna, tók innpökkun á þúsund gjöfum í gær sem bætti enn meira í stemmninguna. Mamma kemur svo á morgun frá Þýskalandi til að vera með okkur yfir jólin og þá held ég bara að stuðið sé komið.
Já, ég er bara bjartsýn fyrir þessi jól, aldrei þessu vant. Jólin hreint og beint eyðilögðust fyrir mér þegar ég var 13 ára og mamma og pabbi skildu. Eftir það voru þau bara vesen og leiðindi.
En ég verð að segja að ég er barasta orðin þokkaleg jólastelpa eftir allt saman. Komst að því að þetta er nefninlega spurning um mindsett. Og svo vill ég líka að fyrstu jólin hennar Veru verði góð, jafnvel þótt hún hafi ekki hundsvit á því. En gott að setja tóninn snemma. Og reyna svo að halda honum út.
Ég segi bara gleðileg jól allir sem einn og þakka allt liðið bæði á síðum þessa forláta vefs og annars staðar.
Heyrumst eftir jólin.
Erla jólastelpa.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker