fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Verufréttir
Getur verið að barnið mitt sé orðið frekja aðeins 4 mánaða gamalt?? Jedúddi. Ég bara spyr. Síðastliðin kvöld hefur hún nefninlega harðneitað að fara að sofa á kvöldin. Segir bara nei mamma, ég ætla frekar að spjalla aðeins og vera svaka hress og æðislega skemmtileg og vaka til svona 12-01. Svona er þetta búið að vera undanfarin kvöld. Áður var hún svaka góð og dugleg að fara að sofa á milli kl. 20 og 21 á kvöldin. Sem var frábært. Ég hélt ég væri alveg að gera réttu hlutina og að barnið mitt væri það þægasta í heimi að fara svona snemma að sofa. Og það var ekkert mál fyrir hana. Bara sofnaði og svaf fram á nótt. Og þá fékk maður "frí" á kvöldin. Það getur nefninlega verið ansi töff og krefjandi að vera til taks ALLTAF allan sólarhringinn. Og ég var svo ánægð með þetta frí á kvöldin...
Núna allt í einu finnst mér Vera vera orðin svo stór. Og vitur. Og fattar allt einhvern veginn. Hún kvartar hástöfum þegar ég legg hana í rúmið til að svæfa og öskrar svo ef hún fær sínu ekki framgengt. Ég hef látið hana vera inni í rúmi og þá er hún aldrei eins hress og getur spjallað í hátt í 2 klukkustundir við einhverja drauga í loftinu. Hlær og skríkir og hjalar og talar. Alveg þvílíkt. Og þetta er náttúrulega alveg sætt og allt það en soldið pirrandi svona á tímum... Bíð þolinmóð eftir að hún hætti þessu. Ég reyndar kann engar svefnformúlur fyrir börn en geri mitt besta.
Annars er Vera 4 mánaða í dag. Orðin svo stór og mikill krakki eitthvað. Hætt að vera þetta baby baby. Hún veit alveg hver er mamma og hver er ekki mamma og finnur einnig mun á mömmu og pabba. Vill sko alls ekki að pabbi svæfi sig. Nei, takk. En hann gefst ekki upp. Hún er orðin smá mannafæla og setur stundum upp skeifu þegar hún er hjá einhverjum öðrum en mömmu. Alveg þvílíkt mömmudæmi í gangi hérna. Finnst það soldið óþægilegt. Undirhakan og kinnaarnar hennar vaxa óðum og ná nú niður á bringu. Voða sætt. Hárið lætur þó eitthvað bíða eftir sér en það sem er á leiðinni er þvílíkt hvítt að lit. Já, ég á ljósku. Maður verður bara að sætta sig við það. Segi svona. Æj, hún er bara þvílíkt krútt prútt.
Læt hér fylgja nokkrar myndir af henni af því ég veit að þið elskið hana eins og ég...
Aha
Núna allt í einu finnst mér Vera vera orðin svo stór. Og vitur. Og fattar allt einhvern veginn. Hún kvartar hástöfum þegar ég legg hana í rúmið til að svæfa og öskrar svo ef hún fær sínu ekki framgengt. Ég hef látið hana vera inni í rúmi og þá er hún aldrei eins hress og getur spjallað í hátt í 2 klukkustundir við einhverja drauga í loftinu. Hlær og skríkir og hjalar og talar. Alveg þvílíkt. Og þetta er náttúrulega alveg sætt og allt það en soldið pirrandi svona á tímum... Bíð þolinmóð eftir að hún hætti þessu. Ég reyndar kann engar svefnformúlur fyrir börn en geri mitt besta.
Annars er Vera 4 mánaða í dag. Orðin svo stór og mikill krakki eitthvað. Hætt að vera þetta baby baby. Hún veit alveg hver er mamma og hver er ekki mamma og finnur einnig mun á mömmu og pabba. Vill sko alls ekki að pabbi svæfi sig. Nei, takk. En hann gefst ekki upp. Hún er orðin smá mannafæla og setur stundum upp skeifu þegar hún er hjá einhverjum öðrum en mömmu. Alveg þvílíkt mömmudæmi í gangi hérna. Finnst það soldið óþægilegt. Undirhakan og kinnaarnar hennar vaxa óðum og ná nú niður á bringu. Voða sætt. Hárið lætur þó eitthvað bíða eftir sér en það sem er á leiðinni er þvílíkt hvítt að lit. Já, ég á ljósku. Maður verður bara að sætta sig við það. Segi svona. Æj, hún er bara þvílíkt krútt prútt.
Læt hér fylgja nokkrar myndir af henni af því ég veit að þið elskið hana eins og ég...
Aha
Comments:
Skrifa ummæli