þriðjudagur, nóvember 09, 2004
SundVera
Verulíus Víglunds fór í sinn fyrsta sundtíma í dag. Hér má sjá hana tilbúna að stinga sér útí, í fína sundbolnum sínum, bleikur með litlum hvítum blómum og auðvitað pilsi og slaufu. Hvað er dömulegra en það? Vera stóð sig eins og hetja og fór meira að segja í kaf í fyrsta tímanum sem var ekkert mál fyrir hana. Þetta er greinilega upprennandi sunddrottning eins og mamman...
Hér er daman á góðu skriði eins og sjá má, þó í öruggum höndum pabbans. Vera er ekkert smá flott með þetta bleika sundeyrnaband í stíl við sundbolinn, en það er nauðsynlegt út af eyrnabólgunni sem fer þó æ þverrandi :)
Comments:
Skrifa ummæli