miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Snjór og jól og jólasnjór...
Jæja, þá er veturinn kominn. Og alltaf er eins og það komi manni svo svakalega á óvart! Það er á hverjum vetri eins og maður sé búinn að gleyma því að við búum á ÍSlandi. Já, loks fæ ég almennileg not fyrir bleiku loðstígvélin sem ég keypti mér á heitasta degi ársins í sumar. Finally. Er búin að spreyja þau með sílíkoni og er til í tuskið. Við Vera ætlum í göngutúr í fyrsta sinn saman í snjó. Ég ætla að setja Veru á snjóþotu og kenna henni að renna sér á skíðum. Neeeee... en það kemur að því síðar!
Alltaf þegar snjóinn kyngir svona niður eins og í gær þá fæ ég fiðring í magann. Langar bara beint út að leika. Búa til snjókarl (gerði reyndar einn lítinn á veröndinni hjá okkur í gærkvöldi! - Gat bara ekki hamið mig) og engla. Og fara á bretti. Snjórinn er eitthvað svo spennó þó svo hann geti líka verið óþolandi. Eins og þegar hann kyngir svona óvænt niður eins og síðdegis í gær, þá er hann óþolandi. Við vorum á leið í ungbarnasundið sem er í Hafnarfirði innan úr Reykjavík og það tók heilan klukkutíma að skríða 15 mínútna leið. Við rétt náðum að mæta á réttum tíma. Það gekk alveg frábærlega í sundinu og Vera er orðin þvílíkur sundmaður. Fór 4 sinnum í kaf og stóð teinrétt í lófanum á kennaranum þegar hann lyfti henni upp. Og hafði gaman af. En aftur að snjónum og ruglinu á leiðinni. Bílarnir og bílsjórarnir voru allflestir gjörsamlega úti á skíta. Á rennisléttum sumardekkjum keyrandi á hvorn annan samt bara á 10 km hraða, slædandi upp á umferðareyjur, festandi sig og spólandi í brekkum. Algjör vitleysa. Ég á mínum fjallabíl fór að sjálfsögðu létt með þetta en sat föst í snjóvitleysuumferðaöngþveyti í alltof langan tíma. Þá getur snjórin farið í taugarnar á manni. Hins vegar er snjórinn frábær þegar maður kemst á snjóbretti. Mmmmm, við stefnum á nokkrar Akureyrarferðir þegar Hlíðarfjall verður opnað og þá verður skemmt sér í ruglinu þar. Það er svakalega skemmtilegt svæði, bæði troðnu brekkurnar og offródið. Mæli með því. Vera fer svo á bretti við fyrsta tækifæri! Ég sjálf stóð víst á skíðum 2 1/2 árs. Fékk svakalega plastskíði í jólagjöf frá afa og ömmu sem maður smellti á sig í kuldaskónum. Og svo renndi maður sér á jafnsléttu og hafði gaman af.
Þegar ég lít hér út um gluggann þá blasir við mér jólatré í næsta garði og það er svo koverað af snjó að það er aaaalveg að sligast undan. Þetta er allt svo jólalegt eitthvað. Samt er langt frá því að ég sé komin í jólaskap. Ég fer sjaldnast í jólaskap. Meika eiginlega ekki jólin. Og meika alls ekki jólalögin. Ég ætla því að hlusta á Skonrokk fram að jólum því þeir hafa lofað að sleppa jólalögunum með öllu. Ég spila í staðinn bara mína jóladiska þegar ég hef lyst og löngun til. Á reyndar bara einhverja glataða, þarf að redda því. Ég held reyndar að jólin verði skemmtilegri núna en oft áður. Vera er komin í spilið (Vera er komin til að vera!) og það setur öðruvísi fíling í jóladæmið. Sem betur fer.
Litla jólaVeran mín bjargar jólunum .)
Alltaf þegar snjóinn kyngir svona niður eins og í gær þá fæ ég fiðring í magann. Langar bara beint út að leika. Búa til snjókarl (gerði reyndar einn lítinn á veröndinni hjá okkur í gærkvöldi! - Gat bara ekki hamið mig) og engla. Og fara á bretti. Snjórinn er eitthvað svo spennó þó svo hann geti líka verið óþolandi. Eins og þegar hann kyngir svona óvænt niður eins og síðdegis í gær, þá er hann óþolandi. Við vorum á leið í ungbarnasundið sem er í Hafnarfirði innan úr Reykjavík og það tók heilan klukkutíma að skríða 15 mínútna leið. Við rétt náðum að mæta á réttum tíma. Það gekk alveg frábærlega í sundinu og Vera er orðin þvílíkur sundmaður. Fór 4 sinnum í kaf og stóð teinrétt í lófanum á kennaranum þegar hann lyfti henni upp. Og hafði gaman af. En aftur að snjónum og ruglinu á leiðinni. Bílarnir og bílsjórarnir voru allflestir gjörsamlega úti á skíta. Á rennisléttum sumardekkjum keyrandi á hvorn annan samt bara á 10 km hraða, slædandi upp á umferðareyjur, festandi sig og spólandi í brekkum. Algjör vitleysa. Ég á mínum fjallabíl fór að sjálfsögðu létt með þetta en sat föst í snjóvitleysuumferðaöngþveyti í alltof langan tíma. Þá getur snjórin farið í taugarnar á manni. Hins vegar er snjórinn frábær þegar maður kemst á snjóbretti. Mmmmm, við stefnum á nokkrar Akureyrarferðir þegar Hlíðarfjall verður opnað og þá verður skemmt sér í ruglinu þar. Það er svakalega skemmtilegt svæði, bæði troðnu brekkurnar og offródið. Mæli með því. Vera fer svo á bretti við fyrsta tækifæri! Ég sjálf stóð víst á skíðum 2 1/2 árs. Fékk svakalega plastskíði í jólagjöf frá afa og ömmu sem maður smellti á sig í kuldaskónum. Og svo renndi maður sér á jafnsléttu og hafði gaman af.
Þegar ég lít hér út um gluggann þá blasir við mér jólatré í næsta garði og það er svo koverað af snjó að það er aaaalveg að sligast undan. Þetta er allt svo jólalegt eitthvað. Samt er langt frá því að ég sé komin í jólaskap. Ég fer sjaldnast í jólaskap. Meika eiginlega ekki jólin. Og meika alls ekki jólalögin. Ég ætla því að hlusta á Skonrokk fram að jólum því þeir hafa lofað að sleppa jólalögunum með öllu. Ég spila í staðinn bara mína jóladiska þegar ég hef lyst og löngun til. Á reyndar bara einhverja glataða, þarf að redda því. Ég held reyndar að jólin verði skemmtilegri núna en oft áður. Vera er komin í spilið (Vera er komin til að vera!) og það setur öðruvísi fíling í jóladæmið. Sem betur fer.
Litla jólaVeran mín bjargar jólunum .)
Comments:
Skrifa ummæli