<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Mónarnir 

Ég hef verið tekin yfirráðum. Ég ræð mér ekki sjálf.
Lífi mínu er stjórnað af hormónum! bööööööööööööööööööööööö...

Ég er að missa hárið. Það dettur af í bunkum. Ég er hreinlega hætt að þora að greiða mér eða þvo á mér hárið því þá dettur svo mikið af því af. Ég stíflaði niðurfallið í World Class í gær... shit, er í sjokki yfir þessu. Hárið á manni er svo dýrmætt og heilagt eitthvað. Neeeeeeeeeeeiiii, ég vill ekki verða sköllótt. Úff. En kannski það verði bara afleiðing þess að vera svo heppin að geta haft barnið sitt á brjósti. Hormónaklikk. Þvílíkt klikk. Ætla hið snarasta út í Heilsuhús að kaupa mér hárkúr. Ekki láta ykkur bregða samt ef ég verð komin með há kollvik eða skallabletti þegar ég hitti ykkur næst. Ég verð ennþá sama manneskjan... æi.

Svo er ég gleymin eins og versta gamalmenni. Ég er varla með minni. Fann líka fyrir þessu á meðgöngunni, mundi ekkert. Ekkert. Setti allt í reminderinn á símanum mínum og þarf að gera enn: "Taka út þvottavélinni", "mjólk", "Vera" - nei, djók, gleymi henni nú aldrei! Svo núna er ég með nýjan síma og kann ekki á reminderinn og þá er allt í rugli. Gleymi öllu. Þarf að fara að lesa símamanjúalinn. Það er á hreinu. Ég fór á Þjóðminjasafnið um daginn og keypti nokkra hluti í verslun þar inni og gleymdi því öllu. Tók bara kortið mitt eftir að hafa greitt, þakkaði pent og fór. Án pokans. Eins gleymdi ég nýjustu PUMAskónum mínum á Loftleiðum eftir gæseríið um daginn. Fór bara í spariskónna eftir sturtu og sjæningu og skildi hina eftir. Er ekki ennþá búin að ná í þá því ég gleymi því alltaf! Já, þetta er ástand.

Svo er ég auðvitað extra viðkvæm eins og allar mömmur. Er nú frekar mikil grenjuskjóða fyrir og því má litlu ofan á bæta til að þetta verði nú aðeins einum of. Grét auðvitað í brúðkaupsathöfninni síðstu helgi, hún var svo falleg. Grét líka aðallega yfir því af hverju ég er enn ógift...(ein bara að hugsa um sjálfa sig...) grét svo yfir öllum ræðunum í veislunni og svo fer ég næstum alltaf að gráta þegar Vera fer að gráta. Ég þori varla að segja það en ég hef líka grátið yfir Landsbankaauglýsingu. Hvað er þetta, þetta var ekkert smá falleg auglýsing!

Brjóstin á mér eru aðalmálið þessa dagana. Gat varla dansað í brúðkaupinu út af þeim. Þvílíkir tittsarar maður. Maður er þreifandi á þeim daginn út og inn til að finna hvernig þeim líður. Þuklandi á sér úti á götu, inni í búð, í kirkju og hvar sem er. En það er leyfilegt og alls ekki dónó. Ekki fyrir mjólkandi hormónamömmur. Hormónarnir láta mig passa það sem skiptir mestu máli. Brjóstin og Veru.

Það eina sem er stabílt í mínu lífi þessa dagana og mánuðina er Vera. Ekki einu sinni Viggi. Hann er ýmist skemmtilegasti maður á jörðinni eða sá hundleiðinlegasti. Og aumingja hann veit ekki hvort hann er fyrr en ég opna munninn á mér. En við vitum bæði að þetta er ekki alveg ekta ég. Sérstaklega ekki þegar ég er leiðinleg. Þetta eru mónarnir.

Ég er hormónasúkkulaðikleina.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker